Blogg

Löginnheimta

Mál sem farið hafa í gegnum frum- og milliinnheimtu hjá Motus án árangurs er alla jafna vísað áfram í löginnheimtu. Með löginnheimtu er átt við aðgerðir þar sem réttarfarslagum úrræðum er beitt, til að mynda málshöfðun fyrir dómi og fullnustugerðum hjá sýslumanni. Löginnheimta er framkvæmd af lögmönnum og um hana gilda lögmannalög nr. 77/1998. Samstarfsaðili […]

Mál sem farið hafa í gegnum frum- og milliinnheimtu hjá Motus án árangurs er alla jafna vísað áfram í löginnheimtu. Með löginnheimtu er átt við aðgerðir þar sem réttarfarslagum úrræðum er beitt, til að mynda málshöfðun fyrir dómi og fullnustugerðum hjá sýslumanni. Löginnheimta er framkvæmd af lögmönnum og um hana gilda lögmannalög nr. 77/1998.

Samstarfsaðili Motus er varðar mál sem fara í löginnheimtu er Lögheimtan. Hjá Lögheimtunni starfa reyndir lögmenn sem tryggja faglega meðferð innheimtumála og er þjónustan þannig hluti af þeirri heildarlausn sem Motus býður viðskiptavinum sínum í kröfuþjónustu.