Ef greiðandi er látinn, þá mælum við með að flytja kröfuna í lögfræðiinnheimtu, sem mun fylgjast með framgangi skipta á dánarbúi og freista þess að ná greiðslu. Innheimtu er þá hætt og kröfunni skilað í bankann 10 dögum eftir að tilkynning berst, nema ef óskað sé eftir því að hún sé flutt til lögfræðiinnheimtu.
Við andlát tekur dánarbú hins látna við réttindum og skyldum greiðandans. Eignum dánarbúsins, ef þeim er til að dreifa, er svo ýmist skipt af skiptastjóra, sem er skipaður af dómara (opinber skipti), eða af erfingjum (einkaskipti), enda hafi erfingjar ábyrgst skuldir búsins. Oft líða nokkrir mánuðir áður en ljóst er hvernig skiptum verður háttað, en Lögheimtan fylgist með framgangi mála og gætir hagsmuna kröfuhafa. Ef engar eignir finnast er skiptum lokið á þeim forsendum. Reynist skuldir umfram eignir er farið með skipti á dánarbúinu eftir reglum gjaldþrotaskiptalaga.
Ef þrípunkturinn aftast við hvert mál er valinn má sjá þær aðgerðir sem eru í boði, eins og til dæmis afturkalla mál og flytja í lögfræðiinnheimtu.
Þú getur nálgast lista yfir greiðendur sem ekki finnast undir Í innheimtu > Látnir greiðendur