Ef stefndi á skráð lögheimili, fasta búsetu eða dvalarstað í þeirri þinghá sem mál verður þingfest er stefnufrestur þrír dagar, þ.e. stefna þarf að hafa borist greiðanda (stefnda) í hendur þremur dögum fyrir áætlaðan þingfestingardag af stefnuvotti eða póstmanni. Ef stefndi á skráð lögheimili, fasta búsetu eða dvalarstað á Íslandi en utan þinghár þar sem mál verður þingfest er stefnufrestur ein vika. Ef stefndi á heimili eða dvalarstað erlendis eða heimilisfang hans er óþekkt er stefnufresturinn einn mánuður.