Blogg

Hvaða kröfur er viðeigandi að senda í Lögheimtuna?

Í raun er hægt að senda allar gjaldfallnar kröfur beint í Lögheimtuna. Þegar tekið er upp heilsteypt innheimtuferli mælir Motus hinsvegar eindregið með því að kröfur séu ekki sendar í löginnheimtu fyrr en greiðandi hefur fengið viðeigandi tilkynningar um vanskil sín og gefinn kostur á að greiða úr sínum málum. Viðeigandi undanfari fyrir löginnheimtu getur […]

Í raun er hægt að senda allar gjaldfallnar kröfur beint í Lögheimtuna. Þegar tekið er upp heilsteypt innheimtuferli mælir Motus hinsvegar eindregið með því að kröfur séu ekki sendar í löginnheimtu fyrr en greiðandi hefur fengið viðeigandi tilkynningar um vanskil sín og gefinn kostur á að greiða úr sínum málum. Viðeigandi undanfari fyrir löginnheimtu getur t.d. verið frum- og milliinnheimtuferli Motus.
Löginnheimta getur verið viðeigandi kostur í eftirfarandi tilfellum:

  • Ef uppi er ágreiningur um kröfu sem ekki virðist líklegt að hægt sé að leysa með mjúkum aðferðum.
  • Ef greiðandi sýnir tómlæti þrátt fyrir að honum séu sendar ítrekanir.
  • Ef greiðandi virðist ekki hafa getu eða vilja til að greiða skuld sína.
  • Ef hætta er á að fjárhagsleg staða greiðanda versni.
  • Ef dráttur veldur því að lagaleg staða kröfuhafa versni vegna fyrningar.