Blogg

Hvenær fer krafa á vanskilaskrá?

Skráning í vanskilaskrá Creditinfo fer fram ef skilyrði fyrir skráningu eru uppfyllt. Til að skrá vanskil í vanskilaskrá þarf að liggja fyrir með sannanlegum hætti að skuldari sé í vanskilum. Tegundir skráðra upplýsinga eru; auglýst uppboð, byrjun og framhald, áritaðar stefnur og dómar, árangurslaus fjárnám, gjaldþrotaúrskurðir, innkallanir, skiptalok og vanskilagögn (réttarsáttir, greiðsluáskoranir með birtingarvottorðum, skuldabréf […]

Skráning í vanskilaskrá Creditinfo fer fram ef skilyrði fyrir skráningu eru uppfyllt. Til að skrá vanskil í vanskilaskrá þarf að liggja fyrir með sannanlegum hætti að skuldari sé í vanskilum. Tegundir skráðra upplýsinga eru; auglýst uppboð, byrjun og framhald, áritaðar stefnur og dómar, árangurslaus fjárnám, gjaldþrotaúrskurðir, innkallanir, skiptalok og vanskilagögn (réttarsáttir, greiðsluáskoranir með birtingarvottorðum, skuldabréf o.þ.h.). Sé undirskrift skuldara fyrir hendi skráir Motus skuldara í vanskilaskrá sé þess óskað. Annarra gagna aflar Creditinfo frá sýslumannsembættum og héraðsdómstólum og einnig eru gögn unnin upp úr Lögbirtingarblaðinu.