Blogg

Hvenær get ég óskað eftir því að aðili sé lýstur gjaldþrota?

Hægt er að óska eftir gjaldþroti aðila sé til staðar aðfararhæf krafa og átt hefur sér stað árangurslaust fjárnám. Ekki er nauðsynlegt að árangurslausa fjárnámið hafi verið vegna sömu kröfu og krafist er gjaldþrots vegna. Gjaldþrotabeiðnina þarf að senda í héraðsdóm og þarf hún að vera móttekin innan við þrem mánuðum eftir að árangurslausa fjárnámið […]

Hægt er að óska eftir gjaldþroti aðila sé til staðar aðfararhæf krafa og átt hefur sér stað árangurslaust fjárnám. Ekki er nauðsynlegt að árangurslausa fjárnámið hafi verið vegna sömu kröfu og krafist er gjaldþrots vegna. Gjaldþrotabeiðnina þarf að senda í héraðsdóm og þarf hún að vera móttekin innan við þrem mánuðum eftir að árangurslausa fjárnámið er gert, þ.e. móttökustimpill þarf að vera dagsettur innan við þremur mánuðum eftir að árangurslaust fjárnám er gert.