Ríkissjóður leggur ekki fjármagnstekjuskatt á fyrirtæki. Þrátt fyrir það er bönkum skylt að draga frá fjármagnstekjuskatt af öllum vaxtatekjum og gera upp við Ríkissjóð. Fjármagnstekjuskattur, þar sem hann er dreginn frá, færist á eignalykil í efnahag sem heitir “fjármagnstekjuskattur”. Stöðuna á þessum lykli færir endurskoðandi á framtal félagsins í uppgjöri ársins, sem síðan er dreginn frá skattskuld við álagningu, eða verður endurgreiddur sé félag ekki í skuld við álagningu. Motus er undanþegið frádrætti á fjármagnstekjuskatti og þess vegna er ekki um neinn slíkan að ræða í uppgjörum frá Motus.