Blogg

Hvernig virkar kröfuvaktin?

Notast er við ákvarðanalíkan sem mælir annað hvort með málshöfðun eða kröfuvakt ef innheimtuaðgerðir hafa ekki skilað árangri. Viðskiptavinir Motus geta valið hvort þeir staðfesta flutning á máli í kröfuvakt eða málið flyst sjálfkrafa. Kröfuvakt getur verið að fullu sjálfvirk sem þýðir að krafan flyst sjálfkrafa yfir í Kröfuvakt, ef kröfuvakt er innifalin í samningi […]

Notast er við ákvarðanalíkan sem mælir annað hvort með málshöfðun eða kröfuvakt ef innheimtuaðgerðir hafa ekki skilað árangri. Viðskiptavinir Motus geta valið hvort þeir staðfesta flutning á máli í kröfuvakt eða málið flyst sjálfkrafa.

Kröfuvakt getur verið að fullu sjálfvirk sem þýðir að krafan flyst sjálfkrafa yfir í Kröfuvakt, ef kröfuvakt er innifalin í samningi viðskiptavinar við Motus, og ef hún er enn ógreidd eftir að milliinnheimtu eða Löginnheimtu er lokið.

Hægt er að stilla sjálfvirkni eftir fjárhæð kröfunnar eins og hentar viðskiptavinum best en við hjá Motus mælum helst með fullri sjálfvirkni óháð fjárhæð en þannig virkar flæðið á milli innheimtustiga best.

Í kröfuvakt er vanskilaupplýsingum aflað úr skrám Creditinfo sem getur haft áhrif á lánshæfismat greiðenda og því hagur greiðenda að ganga frá greiðslum kröfunnar.