Blogg

Í hverju er hægt að gera fjárnám?

Hægt er að gera fjárnám í fasteignum, ökutækjum, tækjum og lager og öðrum verðmætum sem talin eru standa undir skuldinni. Vissar eignir eru undanþegnar fjárnámi og eru þær skilgreindar í lögum sem lausafjármunir sem nauðsynlegir eru til að halda látlaust heimili, munir sem hafa minjagildi (ef verðmæti þeirra er ekki slíkt að talið sé ósanngjarnt […]

Hægt er að gera fjárnám í fasteignum, ökutækjum, tækjum og lager og öðrum verðmætum sem talin eru standa undir skuldinni. Vissar eignir eru undanþegnar fjárnámi og eru þær skilgreindar í lögum sem lausafjármunir sem nauðsynlegir eru til að halda látlaust heimili, munir sem hafa minjagildi (ef verðmæti þeirra er ekki slíkt að talið sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem gerir fjárnámið), munir sem eru nauðsynlegir vegna heilsubrests eða örorku, námsgögn sem eru nauðsynleg vegna skólagöngu og munir sem nýttir eru til atvinnu að samanlögðu verðmæti allt að 50.000 kr.