Þjónustuvefur kröfufjármögnunar

Á þjónustuvef kröfufjármögnunar getur þú séð yfirlit yfir ógreidda og ógjaldfallna reikninga sem þú hefur stofnað og óskað eftir tilboði í fjármögnun fyrir. Jafnframt getur þú fylgst með útistandandi fjármögnun og þannig haft góða sýn yfir stöðu mála hverju sinni. Við höfum tekið saman lýsingu á helstu aðgerðum sem finna má á þjónustuvefnum og sömuleiðis myndband sem sýnir virknina.

Að sækja um kröfufjármögnun

Það er einfalt að sækja um kröfufjármögnun. Á upphafssíðu vefsins, Kröfur, má sjá yfirlit yfir reikninga sem þú hefur stofnað í heimabanka og getur valið hverja þú vilt fjármagna. Í kjölfar þess að þú óskar eftir fjármögnun, þá sendum við þér tilboð að jafnaði innan sólarhrings. Ef þú samþykkir tilboðið færðu umrædda fjárhæð greidda strax inn á reikning til þín.

Mynd af kröfum á þjónustuvefnum

  • (1) Upphafssíðan Kröfur er valin, en þar má sjá yfirlit yfir alla reikninga sem þú hefur stofnað í heimabankanum.
  • (4) Til að stofna umsóknina skaltu velja Fjármagna hnappinn. Þá birtist gluggi með samantekt á umsókninni, sem þarf að staðfesta.
  • (2) Veldu úr listanum hvaða kröfur þú vilt fjármagna með Bæta við hnappnum. Ef þú vilt hætta við þá veljið Fjarlægja.
  • Þegar starfsfólk okkar hefur yfirfarið umsóknina færðu tölvupóst með tilboði í umsóknina.
  • (3) Jafnóðum og þú velur kröfur birtist samtala þeirra fyrir ofan yfirlitið.

Umsóknir

Á síðunni Umsóknir hefur yfirlit yfir þínar umsóknir. Viðskiptastjórar ásamt lánanefnd taka umsóknina til skoðunar og senda þér tilboð. Þú ferð á sama stað inn á umsóknina til þess að skoða tilboðið og getur hafnað eða samþykkt eftir atvikum.

Skjámynd af umsókn

  • (1) Síðan Umsóknir er valin.
  • (4) Inn á upplýsingasíðu fyrir umsóknina er hægt að sjá hvaða reikningar tilheyra henni.
  • (2) Hægt er að velja á milli þess að skoða umsóknir sem eru í vinnslu eða sem hafa verið samþykktar.
  • (5) Ef þú vilt draga umsóknina til baka þá er hægt að gera það hér á síðunni, eða með því að afþakka tilboðið sem við sendum þér.
  • (3) Taflan birtir yfirlit yfir umsóknir og er hægt að smella á auðkenni (id) hverjar þeirra til að fá nánari upplýsingar.

Fjármagnanir

Mynd af kröfum á þjónustuvefnum

  • (1) Hér hefur þú yfirsýn yfir útistandandi fjármagnanir. Með auðveldum hætti er hægt að afmarka sýn við uppgerðar eða óuppgerðar fjármagnanir.
  • (2) Hægt er að smella á auðkenni (id) hverrar fjármögnunar til þess að skoða nánar.

Gjaldfallnir reikningar

Skjámynd af þjónustuvef

  • (1) Í þessu tilviki eru einhverjar kröfur komnar yfir eindaga og þá getur Motus tekið nýjustu umsóknina upp í gjaldfallnar kröfur, sem hafa verið fjármagnaðar. Þegar sá peningur greiðist gengur hann beint upp í skuld við eldri ógreiddar kröfur. Þú færð því aðeins greiðslu sé upphæð umsóknar hærri en skuld við Motus.
  • (2) Sé valið „Vinsamlegast ekki endurfjármagna með þessari umsókn“, þá verður umsóknin yfirfarin og haft samband við þig. Motus fjármögnun áskilur sér rétt til að endurfjármagna kröfu þó beðið sé um annað. Þú hefur þó alltaf síðasta orðið með því að samþykkja eða hafna umsókn.

Endurgreiðsla

Á síðunni Kröfur undir liðnum „Krefst þinnar athygli“ má sjá útistandandi ógreiddar fjármagnanir, sem eru komnar fram yfir eindaga eða nálgast hann.

Þannig hefur þú möguleika á því að borga til baka þær kröfur sem hafa verið fjármagnaðar en eru ógreiddar af skuldara. Með því að velja kröfu úr listanum og smella á „Endurgreiða“, verður til krafa í netbanka hjá þér fyrir eftirstöðvunum.

Mynd af kröfum á þjónustuvefnum

  • (1) Þú velur úr listanum hvaða þú vilt endurgreiða með því að velja Bæta við hnappinn.
  • (3) Veljið Endurgreiða og opnast þá nýr gluggi
  • (2) Jafnóðum og þú velur kröfur birtist samtala þeirra fyrir ofan yfirlitið.
  • (4) Þegar Staðfesta hnappurinn er valinn, stofnast krafa í netbanka eftir um 15 mínútur.