Á þjónustuvef kröfufjármögnunar getur þú séð yfirlit yfir ógreidda og ógjaldfallna reikninga sem þú hefur stofnað og óskað eftir tilboði í fjármögnun fyrir. Jafnframt getur þú fylgst með útistandandi fjármögnun og þannig haft góða sýn yfir stöðu mála hverju sinni. Við höfum tekið saman lýsingu á helstu aðgerðum sem finna má á þjónustuvefnum og sömuleiðis myndband sem sýnir virknina.
Það er einfalt að sækja um kröfufjármögnun. Á upphafssíðu vefsins, Kröfur, má sjá yfirlit yfir reikninga sem þú hefur stofnað í heimabanka og getur valið hverja þú vilt fjármagna. Í kjölfar þess að þú óskar eftir fjármögnun, þá sendum við þér tilboð að jafnaði innan sólarhrings. Ef þú samþykkir tilboðið færðu umrædda fjárhæð greidda strax inn á reikning til þín.
Á síðunni Umsóknir hefur yfirlit yfir þínar umsóknir. Viðskiptastjórar ásamt lánanefnd taka umsóknina til skoðunar og senda þér tilboð. Þú ferð á sama stað inn á umsóknina til þess að skoða tilboðið og getur hafnað eða samþykkt eftir atvikum.
Á síðunni Kröfur undir liðnum „Krefst þinnar athygli“ má sjá útistandandi ógreiddar fjármagnanir, sem eru komnar fram yfir eindaga eða nálgast hann.
Þannig hefur þú möguleika á því að borga til baka þær kröfur sem hafa verið fjármagnaðar en eru ógreiddar af skuldara. Með því að velja kröfu úr listanum og smella á „Endurgreiða“, verður til krafa í netbanka hjá þér fyrir eftirstöðvunum.