Blogg

Við erum að styrkja raðirnar

Motus er á spennandi vegferð sem miðar að því að finna nýjar leiðir til að styrkja gæði kröfuþjónustu, svo hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja á landinu öllu. Hlutverk Motus er að koma fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt. Við beitum til þess nýjustu tækni og sérþekkingu og leitum stöðugt bestu lausna í þágu viðskiptavina og samfélags.  Við leitum að öflugum samstarfsfélögum í hópinn til að taka þátt í umbreytingu á fyrirtækinu og markaðnum sem við störfum á.

Með stóraukinni áherslu á gögn í ákvarðanatöku félagsins, viðskiptavinum og samfélaginu til hagsbóta, leitum við að metnaðarfullum sérfræðingum sem brenna fyrir því að búa til virði úr gögnum og miðla verðmætum upplýsingum. Við leitum að einstaklingum sem hafa metnað, frumkvæði og hæfileika til að leiða þessa vegferð.

 

Við leitum jafnframt að metnaðarfullum og skapandi leiðtogum sem brenna fyrir stafrænni vöruþróun og verkefnastýringu. Þið hafið reynslu og metnað á sviði vöru- eða verkefnastýringar, eruð viðskiptavinamiðuð og hafið skilning á hvernig gögn munu knýja framtíð fjármálaþjónustu. Þið eigið það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að hafa áhrif á umhverfi ykkar og samfélagið og eruð leiðtogar á ykkar sviði.

 

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu. Hér er fjölbreyttur hópur fólks sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku þar sem jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfsseminnar. Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga. Allar frekari upplýsingar um störfin og umsóknarfresti má finna hér.