Persónuvernd

Stefna þessi nær til allrar starfsemi samstæðu Greiðslumiðlunar Íslands ehf., þ.e. Motus ehf., Greiðslumiðlunar ehf. og samstarfsfélaganna Lögheimtunnar ehf. og Pacta lögmanna ehf.

Það er stefna félaganna að tryggja rétta, örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga með það að markmiði að virða og tryggja réttindi einstaklinga.

Félögin skuldbinda sig til að:

  • tryggja að ávallt sé starfað í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina gilda og stuðla að góðri fyrirtækjamenningu hvað það varðar
  • tryggja með reglulegri þjálfun að starfsfólk hafi yfir að búa góðri þekkingu á þeim reglum sem gilda um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
  • tryggja að ströngustu öryggiskröfum sé ávallt fylgt við meðferð persónuupplýsinga og er stjórnkerfi félaganna vottað samkvæmt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001
  • tryggja leynd persónuupplýsinga með gerð trúnaðarsamninga við starfsmenn og þjónustuaðila
  • tryggja að réttindi einstaklinga á grundvelli persónuverndarlöggjafar séu virt, svo sem réttur til aðgangs, leiðréttingar og andmæla

Á vefsíðum félaganna er að finna reglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga.

Stefnu þessa skal endurskoða eins og tilefni er til en að lágmarki á tveggja ára fresti.

Reykjavík 18.06.2025
Undirskrift forstjóra

Persónuvernd

Persónuverndarfulltrúi veitir ráðgjöf og fræðslu um meðferð persónuupplýsinga.