Sjálfbærnistefna

Greiðslumiðlunar Íslands

Sjálfbærnistefnan er skuldbinding GMÍ um að sýna umhverfinu, auðlindum og samfélagi virðingu. Í því skyni eru viðhafðir vandaðir stjórnarhættir, sem miða að stöðugum umbótum. Sjálfbærnistefnan byggir á gildum GMÍ – heilindi, fagmennska og árangur.

Stjórn félagsins samþykkir stefnuna en ábyrgðaraðili hennar er forstjóri. Stefnan nær til allrar starfsemi Greiðslumiðlunar Íslands og dótturfélaga ásamt starfsemi Lögheimtunnar.Sjálfbærnistefnan er sett fram með eftirfarandi áherslum sem fylgt verður eftir með skilgreiningu þýðingarmikilla sjálfbærniþátta. GMÍ vinnur eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hefur skilgreint eftirfarandi tvö markmið til að leggja áherslu á:

Góð atvinna og hagvöxtur

GMÍ ætlar sér að stækka með hagkvæmum hætti og styðja þannig við hagvöxt og atvinnu. Því verður meðal annars náð fram með aukinni framleiðni, stafrænni þróun og lágmörkun á umhverfisáhrifum. Markmið GMÍ er að sjálfbærni verði hluti af menningu fyrirtækisins og að upplýsingar um framgang sjálfbærni verði jafn aðgengilegar og fjárhagsupplýsingar félagsins.

  • Öflun og miðlun þekkingar m.a. til nýsköpunar
  • Koma fjármagni á hreyfingu
  • Draga úr prenti – þróa sjálfbærari lausnir

 

Jafnrétti kynjanna

Fjölbreyttur vinnustaður er heilbrigður vinnustaður. GMÍ leggur áherslu á að laða til sín starfsfólk með mismunandi viðhorf, ólíkan bakgrunn, af mismunandi kynjum og á öllum aldri. Kynjahlutföll meðal stjórnenda félagsins skal vera innan settra viðmiðunarmarka – hvergi skal halla á eitt kyn umfram 60%.

Þessi stefna skal endurskoðuð eins og tilefni er til en að lágmarki á tveggja ára fresti.

Stefna samþykkt á stjórnarfundi 25.10.2023