Greiðendur

Fékkst þú bréf frá okkur?

Ef þú hefur fengið bréf frá okkur vegna ógreidds reiknings hvetjum við þig til að kanna á Mínum síðum hvaða möguleikar standa þér til boða til að koma kröfunni í réttan farveg og þar með forðast frekari vanskil.

Viltu greiða?

Ef krafan er enn í heimabankanum þínum getur þú greitt þar eða skráð þig inn á mínar síðum og gengið frá greiðslu þar með debet- eða kreditkorti.

Viltu semja?

Skuldar þú meira en þú ræður við að greiða? Á mínum síðum hefur þú möguleika á að semja um greiðslur eða sækja um frest eftir því hvar málið er statt.

Ertu með spurningar?

Ef þig vantar aðstoð eða telur að krafan sé röng eða óréttmæt þá getur þú átt í öruggum samskiptum við okkur á mínum síðum í gegnum netspjall eða sent okkur skilaboð.

Settu málin í réttan farveg á mínum síðum

  • Á mínum síðum sérðu yfirlit yfir þín mál sem eru í innheimtu hjá Motus og Lögheimtunni.
  • Allir einstaklingar 18 ára og eldri með íslenska kennitölu geta skráð sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum.
  • Fyrirtæki hafa einnig aðgang að mínum síðum. Sjá nánari upplýsingar.

Yfirsýn

Get ég séð hvaða mál ég er með í innheimtu?

Inn á mínum síðum hefur þú yfirlit yfir öll mál sem þú ert með í innheimtu hjá Motus eða Lögheimtunni. Ef þú velur tiltekið mál getur þú fengið nánari upplýsingar um stöðu þess og framvindu. Sjá meðfylgjandi myndband.



Get ég séð yfirlit yfir innborganir sem ég gert?

Það eru tvær leiðir til að skoða innborganir inn á mál:

Skoða greiðslur á einstaka mál
1. Veldu tiltekið mál úr yfirlitinu á forsíðunni
2. Inni á síðunni sem birtir nánari upplýsingar um málið ætti að vera samantekt með samtölu innborganna. Neðar á síðunni undir framvindu sérðu svo sundurliðun yfir innborganir á málið.

Skoða yfirlit yfir greiðslur
Í leiðarkerfinu efst á síðunni skaltu velja innborganir. Birtist þá listi yfir allar innborganir óháð málum. Hægt er að sjá upplýsingar um greiðsludag, upphæð, inn á hvaða mál greiðslan fór og hvernig hún skiptist niður á höfuðstól og kostnað.

Greiða, semja eða fresta

Hvernig get ég greitt mál eða borgað inn á það?

Hægt er að ganga frá greiðslu máls að fullu eða hluta í sjálfsafgreiðslu inni á mínum síðum. Ef greiðsluseðill er enn virkur í heimabanka getur þú einnig greitt málið þar.

1. Skráðu þig með rafrænum skilríkjum inn á mínar síður
2. Á forsíðunni sérðu lista yfir útistandandi mál. Hakaðu við málið sem á að greiða og veldu greiða hnappinn
3. Á greiðslusíðunni velur þú hvort á að greiða málið að fullu eða hluta
3. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti.




Svona sérðu númerið á greiðslukortinu þínu í bankaappi.
Ef þú ert ekki með greiðslukortið þitt við hendina þá ættirðu að geta séð númer þess inni í bankaappinu þínu. Veldu greiðslukortið þitt og þá ætti að birtast sambærileg mynd og hér er meðfylgjandi. Ýttu á augað og þá ætti kortanúmerið að birtast.

Skjámynd af greiðslukorti

Get ég frestað greiðslu?

Já það er hægt að fresta greiðslu máls í allt að 14 daga í eitt skipti. Slíkt er þó háð því hvar málið er statt í innheimtuferlinu og hvað kröfuhafinn leyfir. Við viljum benda þér á að í sumum tilvikum gæti verið betra að semja um að skipta greiðslunni heldur en að fresta.

1. Veldu tiltekið mál af forsíðunni
2. Inn á síðunni fyrir málið skaltu velja hnappinn fresta
3. Staðfestu að þú viljir fresta málinu



Get ég samið um greiðslu á kröfum í innheimtu?

Á mínum síðum getur þú gengið frá samkomulagi um að skipta greiðslum niður á nokkra mánuði. Misjafnt er eftir kröfuhöfum hvað má dreifa greiðslum á marga mánuði og hvort slíkt er leyft.

Hægt er að semja um greiðslu fyrir mörg mál í einu ef þau tilheyra sama kröfuhafa. Í mörgum tilvikum er hægt að ganga frá samkomulagi með sjálfvirkri ákvörðun sem tekur gildi strax. Í öðrum tilvikum, eins og til dæmis ef um lögheimtumál er að ræða, þá þurfum við að yfirfara umsóknina og ætti þá svar að berast alla jafna innan tveggja virkra daga á uppgefið netfang.

Veldu tiltekið mál sem þú vilt semja um og veldu hnappinn samkomulag og þá ætti síðan hér fyrir neðan að birtast. Ofarlega á samkomulagssíðunni er valmöguleikinn velja fleiri mál. Ef þú velur hann sérðu hvaða önnur mál þú gætir einnig haft með í þessu tiltekna samkomulagi.

Get ég fylgst með stöðu samkomulags?

Já þú getur fylgst með stöðu greiðslusamkomulags, eins og eftirstöðvum þess og fjölda afborgana inni á mínum síðum.

1. Skráðu þig með rafrænum skilríkjum inn á mínar síður
2. Ofarlega á forsíðunni ættir þú að sjá virk samkomulög
3. Veldu samkomulag til að sjá nánari upplýsingar um það.

Ég er að greiða fyrir annan aðila, hvernig kemst það best til skila?

Ef þú ert að greiða fyrir annan aðila þá eru tvær leiðir í boði:

Greiða með greiðslukorti
1. Sá sem þú ert að greiða fyrir þarf að skrá sig inn á Mínar síður.
2. Á forsíðunni skal velja málið sem á að borga og því næst greiða hnappinn.
3. Þá ætti greiðslusíðan að opnast þar sem hægt er að slá inn upplýsingar um debet eða kreditkort til að greiða með.

Millifæra á reikning
Vinsamlega hafðu samband við okkur í netspjalli og við látum þig hafa nánari upplýsingar.

Ef krafa er greidd beint til kröfuhafa eftir að innheimta hófst, lokið þið þá kröfunni hjá ykkur?

Ef krafa berst til kröfuhafa eftir að mál er komið í innheimtu án þess að greiða dráttarvexti og innheimtukostnað, er þeirri greiðslu ráðstafað fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum mun innheimtuaðgerðir halda áfram þar til eftirstöðvar fást greiddar.

Vanskil

Hvað gerist ef ég stend ekki við greiðslur af samkomulagi?

Ef þú stendur ekki við afborganir af samkomulaginu verður það gjaldfelt. Það þýðir að innheimtuaðgerðir munu hefjast aftur með tilheyrandi kostnaði og að það verður sent á vanskilaskrá Creditinfo.

Það getur líka verið fellt ef greiðandi stendur ekki við greiðslur á áfallandi kröfum frá sama kröfuhafa, ef það koma nýjar kröfur til innheimtu þá eru samkomulög gjaldfelld. Ef slíkt gerist þarf að greiða samkomulag og / eða greiða áfallandi kröfur í skil. Þegar greiðslur til að koma samkomulagi aftur í skil hafa borist er hægt að óska eftir að endurnýja samkomulagið.

Ef búið er að skrá kröfuna á vanskilaskrá Creditinfo og ég geri samkomulag um greiðslur er málið þá afskráð af vanskilaskrá?

Nei, krafan er inn á skrá hjá Creditinfo þar til hún er að fullu greidd en þá er hún afskráð daginn eftir greiðslu. Þú getur fylgst með stöðu þinna mála á vanskilaskrá Creditinfo inni á mitt.creditinfo.is.

Hafa samband

Þjónustufulltrúar Motus geta veitt ráðgjöf og aðstoðað við gerð greiðslusamkomulags.

    Gjaldskrá frum- og milliinnheimtu
    Gjaldskrá Lögheimtunnar vegna löginnheimtu (pdf)