Hægt er að nálgast upplýsingar um uppgjör innheimtumála inn á viðskiptavefnum undir Uppgjör Motus og Uppgjör Lögheimtan.
Viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluyfirliti sem sýnir samantekt á greiðslum á hverjum greiðsludegi flokkaðar eftir tegundum greiðslu. Einnig er í boði sundurliðun með ítarefni um hverja greiðslu, eins og hvaða innheimtumáli greiðslan tilheyrir og frá hvaða greiðanda hún kemur.
Greiðsluyfirlitið er einnig hægt að skoða sem svokallaðan t-reikning þar sem debet og kredit dálkur eru sýndir sérstaklega ásam samtölu. Kröfuhafar Motus eru ýmist skuldajafnaðir eða ekki og er sýn þeirra því mismunandi þegar kemur að t-reikningum en hér er hægt að sjá dæmi um báðar sýnar.
Á hreyfingaryfirliti er hægt að nálgast bókhaldshreyfingar kröfuhafa.
Yfirlitið sýnir upplýsingar um daglegar greiðslur ásamt möguleika á að sækja greiðsluskrárnar til að lesa inn í bókhaldskerfi.