Blogg

Motus hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2024

Við tökum stolt við viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2024. Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær sína árlegu viðurkenningarathöfn og veitti við það tilefni viðurkenningar til fyrirtækja og stofnana sem undirritað hafa viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi og uppfylla jafnframt skilyrðin.

Við erum stolt af því að Motus var meðal viðurkenningarhafa í ár. Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær sína árlegu viðurkenningarathöfn og veitti við það tilefni viðurkenningar til fyrirtækja og stofnana sem undirritað hafa viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi og uppfylla jafnframt skilyrðin.

„Það var mér sönn ánægja að taka á móti viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fyrir hönd Motus í dag, en viðurkenninguna fá þau fyrirtæki sem eru með jafnt kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum sínum. Jafnrétti er ákvörðun en mín reynsla er sú að jafnvel þó ákvörðunin sé hreinlega að reka gott fyrirtæki þá er jafnrétti ein af bestu leiðunum til þess. Fjölbreyttur og vel samsettur hópur er það sem lætur töfrana gerast,” segir Brynja Baldursdóttir forstjóri Motus.

Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá. Allar helstu upplýsingar um verkefnið má finna á vef verkefnisins: https://www.fka.is/verkefni/jafnvaegisvogin