Mínar síður – Innheimtuþjónusta

 

Góð yfirsýn yfir stöðu mála

Á forsíðunni er samandregið yfirlit yfir kröfur sem félagið er með í innheimtu, fjölda og fjárhæð eftir innheimtustigi. Einnig má sjá ef þín bíða skilaboð og ef samþykkja þarf mál í löginnheimtu. Á síðunni Mál í innheimtu > Öll innheimtumál er svo yfirlit ásamt öflugri leit sem nota má til að afmarka listann.

Það eru tvær leiðir til að skoða innheimtumál á vefnum: með því að nota leitina eða velja mál af síðunni Í innheimtu > Öll mál í innheimtu. Hægt er að sjá ítarlegar upplýsingar um málið, fyrri aðgerðir og hvað sé framundan, innborganir og fleira. Einnig er hægt að fresta máli, afturkalla eða tilkynna innborgun.

   

   


   

Greiðslusamkomulög

Góð þjónusta við greiðendur eru góðir innheimtuhættir. Á mínum síðum fyrir greiðendur geta einstaklingar og fyrirtæki gengið frá samkomulagi um að dreifa afborgunum vegna mála í vanskilum. Sem kröfuhafi getur þú svo á viðskiptavefnum séð yfirlit yfir samkomulög sem þínir greiðendur hafa gert vegna útistandandi krafna við þitt félag.

  • Á forsíðunni má sjá yfirlit yfir mál í innheimtu eftir innheimtutegund. Smelltu á tiltekna tegund til að sjá ítarlegra niðurbrot, eins og fjölda mála í samkomulagi.
  • Smelltu á orðið samkomulag.
  • Þá ætti að birtast listi yfir mál sem tilheyra samkomulagi.
  • Ef þú smellir á málanúmer má sjá frekari upplýsingar um stöðu þessu og fjölda afborganna.

   

   


   

Tilkynningar

Þú hefur val um að fá senda tilkynningu ef þín bíða skilaboð á vefnum. Til að virkja þennan möguleika þarftu að velja Umsjónarsíður úr aðalvalmyndinni og því næst Tilkynningarstillingar. Ef þú vilt fá tölvupóst með tilkynningu um að beðið sé eftir samþykki þínu fyrir löginnheimtu þá vinsamlega sendu beiðni á motus@motus.is.