Viltu hætta að senda bréfpóst?

Motus býður kröfuhöfum að senda innheimtubréf til viðskiptavina sinna með stafrænum hætti í stað bréfasendinga.

Ef félagið þitt vill nota stafræna innheimtu til að koma skilaboðum til greiðenda þá eru tvær leiðir í boði:

Nota netföng Motus

Á Mínum síðum, sem er þjónustuvefur fyrir greiðendur, hafa einstaklingar og fyrirtæki val um að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti og hefur stór hluti þeirra þegar óskað eftir því. Motus getur því sent innheimtubréf með tölvupósti til þeirra sem þess hafa óskað, en fyrir hina í bréfpósti eða sem skjal í heimabanka eftir því hvora leiðina félagið þitt kýs.

Nota ykkar netföng

Ef félagið þitt vill fjölga í hópi þeirra greiðenda sem fá innheimtubréf í tölvupósti þá getið þið miðlað netföngum ykkar viðskiptamanna til Motus annaðhvort með öruggum hætti í gegnum viðskiptavefinn eða með því að tengjast vefþjónustu.

Til að félagið megi miðla netföngum viðskiptamanna sinna til Motus þarf að vera samþykki um slíkt í viðskiptaskilmálum ykkar. Sömuleiðis mælum við með að þau netföng sem þið miðlið sé staðfest til að tryggja réttmæti þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig hægt er að miðla netföngum til Motus í gegnum viðskiptavefinn.

Hafðu samband við okkur svo við getum virkjað stafræna innheimtu fyrir félagið þitt.

 

 

Hvað gerist ef tölvupósturinn skilar sér ekki?

Ef tölvupóstur er endursendur (e. bounce) til dæmis vegna þess að honum hefur verið lokað eða hann er ekki til, þá verður hefðbundinn bréfpóstur sjálfkrafa sendur á lögheimili viðkomandi.

Hvað ef nýir viðskiptavinir bætast við hjá okkur eða netföng breytast?

Þar sem Motus tengist ekki viðskiptamannakerfum ykkar þarf að endurnýja netfangaskrána regulega. Við mælum þá með að þið sendið okkur nýjan lista yfir alla notendur á viðskiptavefnum. Ekki þarf að fjarlægja notendur af listanum sem þið hafið þegar sent okkur.

Mun Motus nota netföng minna viðskiptamanna fyrir aðra kröfuhafa?

Nei, Motus mun aðeins nota þau netföng sem þitt félag hefur miðlað í ykkar þágu og ekki í neinum öðrum tilgangi.

Hafa samband

Skildu eftir upplýsingar um félagið þitt ef þú hefur áhuga á stafrænni innheimtu.