Blogg

Viltu hætta að senda bréfpóst?

Motus býður kröfuhöfum að senda innheimtubréf til viðskiptavina sinna með stafrænum hætti í stað bréfasendinga sem verður að teljast umhverfisvænna og skilvirkari þjónusta fyrir greiðendur þar sem að þeir fá aukið svigrúm til að bregðast við.

Hvað þarf að gerast svo hægt sé að senda innheimtubréf í tölvupósti?

3 skref sem þarf til að senda út innheimtubréf í tölvupósti

1) Hafðu samband við okkur svo við getum virkjað stafræna innheimtu fyrir félagið þitt.

2) Þú þarft að bæta samþykki inn í viðskiptaskilmála þína þess efnis að þú hafir heimild til að miðla netföngum viðskiptamanna þinna til okkar ef til innheimtu kemur.

3) Þegar netföng eru slegin inn geta átt sér stað mistök sem þá verða til þess að tölvupóstur berst ekki til viðkomandi. Við mælum því með viðskiptavinir þínir hafi staðfest uppgefin netföng til að tryggja réttmæti þeirra.

4) Að lokum þarf að miðla netföngunum til Motus og er það gert með öruggum hætti á viðskiptavefnum. Þar er hægt að sækja sniðmát að því hvernig skjal með kennitölu og netföngum viðskiptavina þarf að vera sett upp. Sjá einnig myndband hér fyrir neðan.

 

 

Hvað gerist ef tölvupósturinn skilar sér ekki?

Ef tölvupóstur er endursendur (e. bounce) til dæmis vegna þess að honum hefur verið lokað eða hann er ekki til, þá verður hefðbundinn bréfpóstur sjálfkrafa sendur á lögheimili viðkomandi.

Hvað ef nýir viðskiptavinir bætast við hjá okkur eða netföng breytast?

Þar sem Motus tengist ekki viðskiptamannakerfum ykkar þarf að endurnýja netfangaskrána regulega. Við mælum þá með að þið sendið okkur nýjan lista yfir alla notendur á viðskiptavefnum. Ekki þarf að fjarlægja notendur af listanum sem þið hafið þegar sent okkur.

Mun Motus nota netföng minna viðskiptamanna fyrir aðra kröfuhafa?

Nei, Motus mun aðeins nota þau netföng sem þitt félag hefur miðlað í ykkar þágu og ekki í neinum öðrum tilgangi.

 

Önnur leið til að hefja stafræna innheimtu

Fyrir utan þá leið sem hér hefur verið lýst býðst greiðendum að skrá sig inn á Mínar síður og samþykkja þar sjálfir að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti.

Sjáðu stutt myndband um hvernig greiðandi getur samþykkt stafræna innheimtu á Mínum síðum Motus.

Hafa samband

Skildu eftir upplýsingar um félagið þitt ef þú hefur áhuga á stafrænni innheimtu.