Uppgjör á þjónustuvef

Á þjónustuvef Motus geta fjármálastjórar og þeir sem annast bókhald fyrir félagið þitt nálgast gögn varðandi uppgjör, samanber greiðsluyfirlit, hreyfingar og greiðsluskrár.
 

Greiðsluyfirlit – Tengsl milli innheimtumála og greiðslna

Hægt er að nálgast yfirliti sem sýnir samantekt á greiðslum fyrir hvern dag ásamt upplýsingum um hvaða málum þær tengjast og frá hvaða greiðanda. Einnig er hægt að skoða T-reikning þar sem debet og kredit dálkur eru sýndir sérstaklega ásamt samtölu. Viðskiptavinir Motus eru ýmist skuldajafnaðir eða ekki og er sýn þeirra því mismunandi þegar kemur að t-reikningum.

  

Hreyfingaryfirlit

Á hreyfingaryfirliti er hægt að nálgast bókhaldshreyfingar kröfuhafa.

 

Greiðsluskrár fyrir bókhaldskerfi

Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Sömuleiðis er í boði að hlaða niður skrám með upplýsingum um daglegar greiðslur til innlestrar í bókhaldskerfi af þjónustuvefnum.

 

Samþætting við bókhaldskerfi

Motus býður upp á tengingar við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun eða eiga örugg samskipti.

Spurt og svarað

Af hverju dregur Motus ekki frá fjármagnstekjuskattinn?

Motus er með undanþágu frá því að draga fjármagnstekjuskatt af vöxtum. Ástæðan er sú að viðskiptavinir Motus eru að mestu leyti fyrirtæki en ekki einstaklingar. Vaxtatekjur greiðast að fullu til kröfuhafa í uppgjöri Motus og því ekki um að ræða neinn fjármagnstekjuskatt.

Af hverju er ég rukkaður um virðisaukaskatt af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Er samtímauppgjör í boði hjá Motus?

Það er hægt að vera í samtímauppgjöri bæði í frum- og milliinnheimtu. Það þýðir að þegar greiðsluseðill er greiddur, greiðist höfuðstóll og dráttarvextir til kröfuhafa en innheimtukostnaður til Motus.

Hvernig bóka ég fjármagnstekjuskattinn?

Ríkissjóður leggur ekki fjármagnstekjuskatt á fyrirtæki. Þrátt fyrir það er bönkum skylt að draga frá fjármagnstekjuskatt af öllum vaxtatekjum og gera upp við Ríkissjóð. Fjármagnstekjuskattur, þar sem hann er dreginn frá, færist á eignalykil í efnahag sem heitir “fjármagnstekjuskattur”. Stöðuna á þessum lykli færir endurskoðandi á framtal félagsins í uppgjöri ársins, sem síðan er dreginn frá skattskuld við álagningu, eða verður endurgreiddur sé félag ekki í skuld við álagningu. Motus er undanþegið frádrætti á fjármagnstekjuskatti og þess vegna er ekki um neinn slíkan að ræða í uppgjörum frá Motus.