Á þjónustuvef Motus geta fjármálastjórar og þeir sem annast bókhald fyrir félagið þitt nálgast gögn varðandi uppgjör, samanber greiðsluyfirlit, hreyfingar og greiðsluskrár.
Hægt er að nálgast yfirliti sem sýnir samantekt á greiðslum fyrir hvern dag ásamt upplýsingum um hvaða málum þær tengjast og frá hvaða greiðanda. Einnig er hægt að skoða T-reikning þar sem debet og kredit dálkur eru sýndir sérstaklega ásamt samtölu. Viðskiptavinir Motus eru ýmist skuldajafnaðir eða ekki og er sýn þeirra því mismunandi þegar kemur að t-reikningum.
Á hreyfingaryfirliti er hægt að nálgast bókhaldshreyfingar kröfuhafa.
Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Sömuleiðis er í boði að hlaða niður skrám með upplýsingum um daglegar greiðslur til innlestrar í bókhaldskerfi af þjónustuvefnum.
Motus býður upp á tengingar við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun eða eiga örugg samskipti.