Blogg

Faktoría verður Motus kröfufjármögnun

Faktoría kröfufjármögnun og Motus hafa nú verið sameinuð. Framvegis verður Faktoría því rekin undir nafni Motus, en Faktoría hefur verið systurfélag Motus frá árinu 2019. Sameiningin er liður í yfirstandandi þróun á þjónustuframboði Motus sem nær nú yfir allt sem snýr að kröfustýringu.

Ákveðið hefur verið að sameina þjónustu Faktoríu kröfufjármögnunar og Motus. Framvegis verður Faktoría því rekin undir nafni Motus, en Faktoría hefur verið systurfélag Motus frá árinu 2019. Sameiningin er liður í yfirstandandi þróun á þjónustuframboði Motus sem nær nú yfir allt sem snýr að kröfustýringu. Áhersla félagsins er sem fyrr á skjótt og öruggt fjárflæði viðskiptavina hvort sem það snýr að innheimtu, fjármögnun krafna eða kaupum á eldri kröfum.

Þessi breyting mun ekki hafa nein áhrif á þjónustu við viðskiptavini Faktoríu, en sú kröfufjármögnun sem Faktoría bauð upp á verður framvegis hluti af vöruframboði Motus. Viðskiptavinum stendur því áfram til boða sama skjóta og trausta fjármögnunarþjónustan sem þeir hafa vanist.

 

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus:

„Við erum stolt af þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan Faktoríu til að auka greiðsluöryggi fyrirtækja og tryggja þar með óslitinn rekstur þeirra. Við munum halda áfram að veita þá þjónustu, en nú undir merkjum Motus. Markmið okkar er að Motus komi  fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt og stuðli þannig að hagsæld í samfélaginu. Þessar breytingar sem við kynnum nú hafa engin áhrif á þjónustu til viðskiptavina til skemmri tíma, en með því að samþætta þjónustuframboðið okkur munum við geta aukið enn við þjónustuframboð Motus á sviði kröfustýringar og fjárflæðilausna. Við hlökkum til að kynna þær nýjungar fyrir viðskiptavinum okkar á næstu mánuðum.“