Við bjóðum heildstæða þjónustu, allt frá stofnun krafna til innheimtu. Reynsla og þekking sérfræðinga okkar sem og öflugar stafrænar lausnir eru hornsteininn í starfsemi okkar. Mánaðargjald fyrir innheimtuþjónustu er 2.990 kr.

Við bjóðum skilvirkt innheimtuferli sem hámarkar árangur

Fyrst er innheimtuviðvörun send út í nafni þíns félags. Ef hún ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur innheimtubréfum og símhringingu. Sé krafan áfram ógreidd, fer fram sjálfvirkt mat á því hvort hún fari í löginnheimtu eða skuli fylgt eftir með kröfuvakt.

Góð yfirsýn á viðskiptavefnum

Á viðskiptavefnum er hægt að fylgjast með framgangi mála og framkvæma aðgerðir eins og að afturkalla eða fresta máli, án auka kostnaðar. Einnig eru aðgengilegar ítarlegar skýrslur vegna uppgjörs og greiðsluhraða.

Samþætting við helstu bókhaldskerfi

Hægt er að senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun og eiga örugg samskipti.

Eftirfylgni með kröfuvakt

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt þegar ljóst er að aðrar innheimtutilraunir eru fullreyndar eða ef það svarar ekki kostnaði að setja kröfuna í löginnheimtu. Þjónustan er sjálfvirk og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist. Vöktunin sjálf kostar því ekkert fyrir viðskiptavini Motus.

Við önnumst samskipti við greiðendur

Góðir innheimtuhættir eru leiðarljós í samskiptum okkar við viðskiptavini þína. Öflug greiðendaþjónusta okkar og Mínar síður þar sem greiðendur geta óskað eftir fresti, eða dreift greiðslum, eftir því sem við á.

Verðskrá

Skilvirkari innheimta með Motus

„Við höfum átt langt og farsælt samstarf við Motus sem einkennist af mikilli fagmennsku, þekkingu á viðfangsefninu og þjónustuvilja starfsmanna félagsins. Með nýja þjónustuvefnum erum við með góða yfirsýn yfir þau mál sem eru í innheimtu hverju sinni; stöðu þeirra, samskipti við Motus og samskipti Motus og greiðenda. Þannig náum við auðveldlega heildarsýn yfir innheimtuna og eigum auðveldara með að meta stöðuna. Frá því við fórum að nýta okkur þjónustu Motus hefur innheimtan orðið mun skilvirkari og skil á kröfum marktækt betri. Við mælum heilshugar með Motus og höfum mætt þar fagmennsku, trausti og mikilli þjónustulund.“

Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs BYKO