Síðustu mánuði hefur greiðsluhraði verið lækkandi og hann virðist enn vera að lækka. Í sögulegu samhengi er lækkunin samt óveruleg og má því segja að við séum að sjá ákveðinn stöðuleika í augnablikinu. Hvort þessari litlu lækkun fylgi enn meiri hraðaminnkun eða hvort við munum sjá stöðuleika áfram mun tíminn leiða í ljós. Við ætlum að fygljast vel með.
Janúar
Greiðsluhraði á eindaga lækkar um 0,11 prósentustig (janúar 2023 borinn saman við janúar 2022)
Febrúar
Greiðsluhraði á eindaga hækkar um 0,05 prósentustig (febrúar 2023 borinn saman við febrúar 2022)
Greiðsluhraði á eindaga
Árið 2023 fer af stað með nokkuð stöðugum greiðsluhraða á eindaga, þegar horft er til samanburðar við síðasta ár. Greiðsluhraði á eindaga í janúar nú í ár var 87,44% og í janúar árið 2022 87,54%. Á fyrsta mánuði ársins var því lækkun á greiðsluhraða á eindaga um 0,11 prósentustig. Í sögulegu samhengi er þetta mjög litil lækkun. Í janúar árið 2020, rétt áður en Covid faraldurinn skall á, var greiðsluhraði 81,65%, sem er 5,78 prósentustigum minni greiðsluhraði heldur en mældist núna í janúar.
Greiðsluhraði á eindaga í febrúar þetta árið mældist 88,45%. Hann jókst því um 1,01 prósentustig milli mánaða. Það er ekki til merkis um að greiðsluhraði sé á uppleið, heldur er þetta árstíðabundin sveifla sem má augljóslega greina á línuritinu hér fyrir neðan. Í fyrra var greiðsluhraði á eindaga í febrúar 88,40%. Það þýðir að greiðsluhraði í febrúar 2023 jókst milli ára um 0,05 prósentustig. Með Covid faraldrinum fylgdi mikil aukning á greiðsluhraða eins og við höfum greint frá í ársskýrslu okkar. Það að óverulegar breytingar séu nú á greiðsluhraða milli ára eru því nokkuð óvæntar fréttir, en um leið mjög góðar.
Greiðsluhraði á eindaga
Þegar rýnt er í breytingar á greiðsluhraða á eindaga milli ára aftur til janúar 2022, má sjá að leitnin liggur niður á við, þ.e. það er örlítið að draga úr greiðsluhraða. Árið 2022 var aukning á greiðsluhraða fyrstu tvo mánuði ársins, en svo fór að draga úr honum. Eftir febrúar var aðeins aukning í tveimur manuðum, júlí og september. Í október var hún 0,43 prósentustig, í nóvember 0,80 og í desember 0,18. Það verður því spennandi að sjá hvort árið 2023 fylgi áfram árinu 2022 eða hvort við komum til með að sjá einhverjar breytingar.
Breyting á greiðsluhraða á eindaga. Þróun milli sömu mánuða árið áður
Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga
Greiðsluhraði á kröfum með eindaga í janúar var 96,62% 20 dögum eftir eindaga. Það er smá dropp frá því í fyrra, en meiri hraði heldur en var árið 2021 og það ár kom mjög vel út í sögulegum samanburði. Breytingingarnar sem urðu á greiðsluhraða í kjölfar Covid faraldursins virðast því ekki vera að ganga til baka, heldur sjáum við ákveðinn stöðugleika.
Á þessum tíma er milliinnheimta hafin eða að hefjast. Það er því einungis um 3,38% af kröfum með eindaga í janúar sem rata inn í það ferli.
Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga
Fyrri hluta ársins 2022 var aukning á greiðsluhraða í öllum mánuðum nema júní, en seinni hluta árs var aðeins aukning í júlí og september. Þetta er því sama þróun og á greiðslurhaða á eindaga, þ.e. leitnin er síðustu mánuði er niður á við. Þegar þessi gögn voru tekin út, voru ekki liðnir 20 dagar fram yfir eindaga á kröfum með eindaga í febrúar. Það var hins vegar hægt að sjá stöðuna á greiðsluhraða á eindaga og á þeim tímapunkti mældist aukning mili ára. Það verður spennandi að sjá hvort það verði einnig aukning á greiðsluraða þegar 20 dagar eru liðnir frá eindaga á febrúar kröfunum.
Breytinga á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga
Þegar liðnir eru 60 dagar fram yfir eindaga er milliinnheimtu á kröfum lokið eða um það bil að ljúka. Af þeim kröfum sem voru með eindaga í desember 2022 voru 98,80% greiddar. Það er lækkun um 0,14 prósentustig frá árinu 2021, en aukning um 0,06 prósentustig frá árinu 2020. Árið 2020 var greiðsluhraði á mikilli uppleið og að vera nánast á pari við greiðsluhraða í lok þess árs er nokkuð gott.
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga
Þrátt fyrir að greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga hafi komið vel út í sögulega samhengi síðustu mánuði, þá er staðan þannig að hann hefur verið á niðurleið í samanburði við árið á undan. Frá september til desember hefur verið lækkun. Það er því svipuð þróun sem við eru að sjá á greiðslurhaða á eindaga, 20 dögum eftir eindaga og 60 dögum eftir eindga.
Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga
Heimilin og fyrirtæki
Í gegnum tíðina hafa heimilin greitt kröfur sínar fyrr en fyrirtæki. Af fyrstu mánuðum ársins 2023 má ætla að það verði ekki breytingar á því þetta árið. Greiðslurhraði krafna á eindaga í janúar og febrúar var 89,11% hjá einstaklingum og 84,23% hjá fyrirtækjum. Greiðsluhrað fyrirtækja var því 4,88 prósentustigum lægri en greiðsluhraði einstaklinga.
Heimilin
Greiðsluhraði á eindaga
Fyrstu tvo mánuði ársins halda heimilin nokkurn veginn sama striki í greiðsluhraða á eindaga og síðustu tvö ár. Greiðsluhraði í janúar var 0,11 prósentustigum lægri en greiðsluhraði var í janúar árið 2022. Greiðsluhraði á eindaga lækkaði einnig í febrúar og var lækkunin 0,06 prósentustig, sem er mjög lítil breyting.
Greiðsluhraði á eindaga
Frá því mars 2022, síðust 12 mánuði, hefur greiðsluhraði heimila verið minnkandi fyrir utan þrjá mánuði. Í apríl stóð greiðsluhraði nánast í stað milli ára, í júlí jókst hann um 0,38 prósentustig og í september var mjög lítil aukning eða 0,05 prósentustig.
Fjöldi krafna gefnum út á heimilin sem fara fram yfir eindaga er því aðeins að aukast.
Breyting á greiðsluhraða á eindaga
Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga
Þegar 20 dagar voru liðnir fram yfir eindaga á janúar kröfum voru heimilin búin að greiða 96,94% af þeim. Árið 2022 var greiðsluhraði 96,95% og munurinn því mjög lítill, þ.e. lækkun um 0,01 prósentustig.
Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga
Á þessum tímapunkti, 20 dögum eftir eindaga, hafa heimilin örlítið bætt í greiðsluhraða. Það er áhugavert að sjá það í ljósi þess að þróunin er í gagnstæða átt á greiðsluhraða á eindaga. Það þýðir að þær viðbótar kröfur sem heimilin missa fram yfir eindaga eru greiddar á fyrstu dögum vanskila.
Breyting á greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga
Allt fram á haust árið 2022 var greiðsluhraði heimila meiri heldur en á sama tíma ári áður. Frá september til ársloka voru mjög litlar breytingar á greiðsluhraða mill ára.
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga
Við sáum að heimilin eru aðeins að gefa í 20 dögum eftir eindaga, en sú hraðaaukning nær ekki alla leið inn í 60 dagana. Það er því sami fjöldi krafna á heimili sem fer alla leið í gegnum milliinnheimtu og jafnvel örlítið fleiri.
Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga
Fyrirtæki
Greiðsluhraði á eindaga
Árið 2023 fer vel af stað hjá fyrirtækjum þegar horft er til greiðsluhraða á eindaga. Greiðsluhraði lækkaði samt um 0,19 prósentustig á janúar kröfum, en þar sem árið 2022 kom mjög vel út telst það engu að síður góður árangur. Febrúar kröfur greiðast betur nú í ár heldur en í fyrra og eykst greiðsluhraði um 0,28 prósentustig.
Greiðsluhraði á eindaga
Frá því í ágúst til og með janúar hefur dregi úr greiðsluhraða milli ára. Í október var lækkun milli ára mest, en frá þeim tímapunkti höfum við séð draga úr þessari lækkun. Í febrúar er svo aukning. Það verður spennandi að fylgjast með hvort fyrirtækin séu að fara að bæta enn meira í.
Breyting á greiðsluhraða á eindaga
Greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga
Frá því í ágúst hefur greiðsluhraði 20 dögum eftir eindaga verið lægri heldur en á sama tíma fyrir ári síðan. Nú í ár var greiðsluhraði í janúar 95,64%, en árið 2022 var hann 96,13%. Í janúar lækkaði hann því um 0,49 prósentustig sem er mesta lækkunin, miðað við sama tímabil á síðasta ári, frá því í janúar 2022.
Greiðsluharði 20 dögum eftir eindaga
Þróunin á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga er ekki í takt við þróunina á eindaga. Á eindaga sjáum við síðustu mánuði að það dregur úr lækkun milli ára, en 20 dögum eftir eindaga er lækkun milli ára aðeins að aukast. Það þýðir að fleiri kröfur á fyrirtæki eru nú að fara á fyrstu stig milliinnheimtu.
Breyting á greiðsluhraða 20 dögum eftir eindaga
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga
Í byrjun mars voru 60 dagar liðnir frá eindaga á kröfum sem eru með eindaga í desember. Ferskustu upplýsingarnar um greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga eru því á kröfum með eindaga í desember.
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga á desember kröfum lækkaði um 0,35 prósentustig milli ára. Það þýðir að fleiri kröfur á fyrirtæki eru enn ógreiddar þegar milliinnheimtu er að ljúka.
Greiðsluhraði 60 dögum eftir eindaga
Allt frá ágúst hefur greiðsluhraði fyrirtækja 60 dögum eftir eindaga verið á niðurleið. Í desember á síðasta ári var greiðsluhraði 98,19% sem er lægsti greiðsluhraði fyrirtækja, 60 dögum eftir eindaga, frá því í mars 2021, en þá mældist hann 98,09%.
Breyting á greiðsluhraða 60 dögum eftir eindaga
Hvað er greiðsluhraði?
Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 410 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í febrúar 2023. Árið 2022 stofnuðu þeir rúmlega 13,3 milljónir krafna að upphæð um 788 milljarð.