Við tengjumst viðskiptabanka ykkar þannig að kröfur sem ekki greiðast á eindaga berast til Motus sjálfkrafa. Þá tekur við innheimtuferli þar sem áminnig er send fimm dögum eftir eindaga í ykkar nafni. Ef það ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur áminningum og símhringingu frá Motus. Sé krafan áfram ógreidd fer fram sjálfvirkt mat á því hvort hún skuli fara í löginnheimtu eða fylgt eftir með kröfuvakt.
Í boði er að senda innheimtubréf með stafrænum hætti sem hefur mikla kosti í formi hraðari og áhrifaríkari samskipta, auk þess að vera umhverfisvænari kostur.
Fylgstu með þróun mála á viðskiptavefnum og framkvæmdu aðgerðir eins og að afturkalla eða fresta máli, án auka kostnaðar. Einnig hægt að nálgastu gögn vegna uppgjörs mála.
Mál flytjast í kröfuvakt þegar ljóst er að innheimta er fullreyndar eða ef löginnheimta svarar ekki kostnaði. Þjónustan er sjálfvirk og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist en ekki fyrir vöktunina.
Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi, tilkynna innborganir og framkvæma helstu innheimtuaðgerðum.
Góðir innheimtuhættir eru leiðarljós í samskiptum okkar við viðskiptavini þína. Greiðendur hafa aðgang að stöðu sinna mála í sjálfsafgreiðslu á Mínum síðum auk þess að geta leitað til þjónustuvers okkar.
„Frábær þjónusta er það sem einkennir Motus einna helst í mínum huga. Við þurfum lítið að gera eftir að við höfum keyrt reikninga okkar megin. Þetta gengur algjörlega eins og smurð vél. Þjónustan er persónuleg og sniðin að rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið spilar þarna stóran part og mikil þekking býr þar að baki.“
Anna Lára Sigurðardóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo
Viltu koma í viðskipti til Motus en er með spurningar? Fyltu út formið og við verðum í sambandi.