Stafræn innheimta er betri þjónusta

Stór hluti greiðenda hefur nú þegar valið að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti. Kröfuhafar geta sömuleiðis valið pappírslausa innheimtu allra sinna krafna og þannig tryggt að öll innheimtubréf og áminningar verði send með stafrænum hætti.

Við bjóðum tvær leiðir við útsendingu innheimtubréfa. Önnur leiðin er blönduð og notast við hvoru tveggja tölvu- og bréfpóst til að nálgast greiðendur en hin er alfarið pappírslaus. Sé blandaða leiðin valin er tölvupóstur sendur á greiðendur sé netfang til staðar en að öðrum kosti sendur bréfpóstur. Ef tölvupóstur kemst ekki til skila er sendur bréfpóstur. Sé pappírslausa leiðin valin sendum við póstinn á netfang viðkomandi, sé það skráð hjá okkur, en að öðrum kosti er skjal sent í heimabanka. Í öllum tilvikum þar sem bréfpóstur skilar sér ekki eða ef viðkomandi er ekki með skráð lögheimili er skjal sent í heimabanka viðkomandi.

Mynd af ferlinu við útsendingu innheimtubréf

Viltu stækka hópinn?

Á mínum síðum Motus geta greiðendur óskað eftir því að fá innheimtubréf send með stafrænum leiðum. Ef félagið þitt vill stafrænni væða innheimtuna enn frekar getið þið miðlað til okkar netföngum viðskiptavina ykkar með öruggum hætti á viðskiptavef Motus eða með því að tengjast vefþjónustu. Netföng sem þið miðlið verða þá aðeins notuð í ykkar þágu.

 

Kostir stafrænna bréfasendinga

Skilvirk þjónusta

Tölvupóstur kemst hraðar til skila og er því líklegri til að skila árangri fyrr.

Greiðendur velja stafrænar leiðir

Greiðendur fá áminningar þar sem þeir eru líklegastir til þess að bregðast við.

Umhverfisvænni leiðir

Það er hagur okkar allra að draga úr pappírsnotkun.

Hafa samband

Segðu okkur erindi þitt og við höfum samband um hæl.