Blogg

Margrét Anna og Sóley nýjir vörustjórar

Margrét Anna Kristjánsdóttir og Sóley Þórisdóttir eru nýjir vörustjórar hjá Motus. Þær hafa þegar hafið störf. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í teymið.

Margrét Anna Kristjánsdóttir og Sóley Þórisdóttir eru nýjir vörustjórar hjá Motus. Þær hafa þegar hafið störf.

Margrét Anna er með BS gráðu í viðskiptastjórnun og tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kemur til Motus frá Controlant, þar sem hún starfaði í viðskiptaþróun, en þar áður starfaði hún við viðskiptagreiningu hjá Marel.

Sóley er með BA gráðu og diplóma í vöruhönnun og kennslufræði frá Listaháskóla Íslands. Hún kemur einnig til Motus frá Controlant, þar sem hún hafði starfað í á þriðja ár, síðast rekstrarstjóri vöruþróunarsviðs. Þar áður hafði Sóley starfað um tíu ára skeið hjá Bioeffect sem hönnunarstjóri og vörustjóri. Sóley situr einnig í fagráði Tækniþróunarsjóðs og hefur gert frá árinu 2021.

Við erum afar lánsöm að hafa fengið þær Sóleyju og Margréti til liðs við okkur. Við leggjum alltaf mikla áherslu á góða þjónustu og samskipti við viðskiptavini og höfum verið að fjölga vörutegundum okkar með það í huga. Til að breyta góðri hugmynd í vöru sem mætir þörfum viðskiptavinarins og hjálpar honum við að koma sínum málum í réttan farveg þarf öfluga vörustjóra eins og Sóleyju og Margréti. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í teymið.