Tveir nýir forstöðumenn hafa bæst í hóp öflugra sérfræðinga Motus. Tryggvi Jónsson er forstöðumaður gagnalausna og Rúnar Skúli Magnússon er forstöðumaður vöruþróunar, en báðir hafa þegar þegar hafið störf.
Tryggvi er doktor í tölfræði frá Danmarks Tekniske Universitet með reynslu af hagnýtingu gagna, þróun gagnakerfa og hugbúnaðarþróun, bæði hjá stórum félögum og úr nýsköpun. Áður en hann hóf störf hjá Motus starfaði hann á sjötta ár hjá Marel, en þar áður starfaði hann hjá Arion banka, Meniga og sinnti kennslu í Háskólanum í Reykjavík.
Rúnar er stærðfræðingur með mastersgráðu í stjórnun og stefnumótun frá Universitat Pompeu Fabra í Barcelona. Hann er með mikla reynslu af vörustýringu, nýsköpun og stjórnun og starfaði m.a. hjá Símanum og Marel áður en hann gekk til liðs við Motus. Hjá Marel leiddi hann vöruþróunarsvið hér á Íslandi, Danmörku og í Bretlandi sem unnu á breiðum grunni tækni við þróun búnaðar.
Það er mikill fengur fyrir okkur að fá þá Tryggva og Rúnar til liðs við okkur. Við höfum lagt mikla áherslu á nýsköpun og tækniþróun síðustu misseri með það að markmiði að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur og aðstoða þá við að koma sínum málum í réttan farveg. Tryggvi og Rúnar hafa þegar sett sitt mark á þessa vinnu og við bjóðum þá velkomna í hópinn.