Fékkstu bréf frá okkur?

Ef þú ert með spurningar um stöðu mála í innheimtu þá bendum við á mínar síður fyrir greiðendur þar sem þú getur nálgast upplýsingar um þín mál í innheimtu og séð hvaða úrræði eru í boði.

  • Allir einstaklingar 18 ára og eldri með íslenska kennitölu geta skráð sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum.
  • Fyrirtæki hafa einnig aðgang að mínum síðum. Sjá nánari upplýsingar.
  • Farðu inn á mínar síður og skráðu netfangið þitt og síma. Þannig getum við átt í öruggum samskiptum við þig hvort sem er í gegnum netspjall, þú sendir okkur fyrirspurn eða í síma.

Stutt myndbönd um mínar síður

Hvernig get ég greitt mál eða borgað inn á það?

Hægt er að ganga frá greiðslu máls að fullu eða hluta í sjálfsafgreiðslu inni á mínum síðum. Ef greiðsluseðill er enn virkur í heimabanka getur þú einnig greitt málið þar.

1. Skráðu þig með rafrænum skilríkjum inn á mínar síður
2. Á forsíðunni sérðu lista yfir útistandandi mál. Hakaðu við málið sem á að greiða og veldu greiða hnappinn
3. Á greiðslusíðunni velur þú hvort á að greiða málið að fullu eða hluta
3. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti.




Svona sérðu númerið á greiðslukortinu þínu í bankaappi.
Ef þú ert ekki með greiðslukortið þitt við hendina þá ættirðu að geta séð númer þess inni í bankaappinu þínu. Veldu greiðslukortið þitt og þá ætti að birtast sambærileg mynd og hér er meðfylgjandi. Ýttu á augað og þá ætti kortanúmerið að birtast.

Skjámynd af greiðslukorti

Get ég samið um greiðslu á kröfum í innheimtu?

Á mínum síðum getur þú gert samkomulag um að skipta greiðslum til allt að 6 mánaða eða 12 ef mál er í kröfuvakt, háð því að kröfuhafi leyfi. Þú einfaldlega velur mál sem gera á samkomulag um og því næst Semja hnappinn. Á samkomulagssíðunni velur þú svo fjölda afborganna og hvort greiða á með debet- eða kreditkorti eða fá greiðsluseðil í heimabanka.

Hægt er að gera greiðslusamkomulag fyrir tvö mál eða fleiri ef þau tilheyra sama kröfuhafa og eru í milliinnheimtu og/eða kröfuvakt. Gera þarf sérstakt samkomulag fyrir mál í löginnheimtu.

Í flestum tilvikum stofnast greiðslusamkomulagið um leið og það er stofnað. Ef málið er komið í löginnheimtu þá yfirförum við samkomulagið og látum vita innan tveggja virkra daga hvort það hafi verið samþykkt.