Uppgjör

Hægt er að nálgast upplýsingar um uppgjör innheimtumála inn á viðskiptavefnum undir Uppgjör Motus og Uppgjör Lögheimtan.

 

 

Uppgjör Motus

Greiðsluyfirlit

Viðskiptavinir Motus hafa aðgang að greiðsluyfirliti sem sýnir samantekt á greiðslum á hverjum greiðsludegi flokkaðar eftir tegundum greiðslu. Einnig er í boði sundurliðun með ítarefni um hverja greiðslu, eins og hvaða innheimtumáli greiðslan tilheyrir og frá hvaða greiðanda hún kemur.

Greiðsluyfirlitið er einnig hægt að skoða sem svokallaðan t-reikning þar sem debet og kredit dálkur eru sýndir sérstaklega ásam samtölu. Kröfuhafar Motus eru ýmist skuldajafnaðir eða ekki og er sýn þeirra því mismunandi þegar kemur að t-reikningum en hér er hægt að sjá dæmi um báðar sýnar.

Hreyfingaryfirlit

Á hreyfingaryfirliti er hægt að nálgast bókhaldshreyfingar kröfuhafa.

Greiðsluskrár

Yfirlitið sýnir upplýsingar um daglegar greiðslur ásamt möguleika á að sækja greiðsluskrárnar til að lesa inn í bókhaldskerfi.

 

Spurt og svarað

Af hverju dregur Motus ekki frá fjármagnstekjuskattinn?

Motus er með undanþágu frá því að draga fjármagnstekjuskatt af vöxtum. Ástæðan er sú að viðskiptavinir Motus eru að mestu leyti fyrirtæki en ekki einstaklingar. Vaxtatekjur greiðast að fullu til kröfuhafa í uppgjöri Motus og því ekki um að ræða neinn fjármagnstekjuskatt.

Af hverju er ég rukkaður um virðisaukaskatt af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Af hverju er rukkaður virðisaukaskattur af innheimtukostnaði?

Í þeim tilvikum sem kröfuhafi er VSK-skyldur ber honum að greiða VSK af innheimtuþóknun sem lögð er á greiðanda. Í uppgjöri er VSK skuldfærður á kröfuhafa og Motus gerir hann upp við Ríkissjóð. Kröfuhafi nýtir sér svo þennan VSK sem innskatt í rekstri.

Er samtímauppgjör í boði hjá Motus?

Það er hægt að vera í samtímauppgjöri bæði í frum- og milliinnheimtu. Það þýðir að þegar greiðsluseðill er greiddur, greiðist höfuðstóll og dráttarvextir til kröfuhafa en innheimtukostnaður til Motus.

Eru samþættingar á milli Motus og bókhaldskerfa í boði?

Motus býður upp á tengingar við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun eða eiga örugg samskipti.

Hvaða lög gilda um dráttarvaxtareikning?

Fyrsta reglan er sú að seljandi og kaupandi gera með sér samkomulag um greiðslufrest að öðrum kosti á að greiða reikninginn eins fljótt og mögulegt er. Báðir aðilar þurfa þó að túlka greiðslufrestinn á sama hátt. Þetta er hægt að setja á reikning sem „Greiðist í síðasta lagi DD-MM-ÁÁ” eða tilgreina ákveðinn gjalddaga og ákveðinn eindaga. Kaupandi sem greiðir fyrir eindaga telst í skilum en greiði kaupandi eftir eindaga, á seljandi rétt á dráttarvöxtum frá gjalddaga.

Hve langur er afskriftartíminn á hefðbundnum reikningum?

Á Íslandi er almennur afskriftartími 4 ár frá útgáfudegi reiknings. Kröfur skv. skuldabréfum, dómi eða opinberri sátt fyrnast þó á 10 árum. Hafa ber í huga að ef kröfuhafi heldur ekki fram kröfu sinni með málssókn eða skuldari viðurkennir ekki kröfuna innan tiltekins frests, telst krafan fallin niður, þ.e. fyrnd. Fyrningarfrestur byrjar að líða frá gjalddaga kröfu. Slit fyrningarfrests eru við viðurkenningu skuldara á kröfunni eða við málssókn kröfuhafa og þá byrjar nýr fyrningarfrestur að líða.

Hvernig á ég að bregðast við andmælum vegna reikninga?

Svarið ræðst af því um hversu háa upphæð er deilt, hvort deilan snýst um persónur eða hluti, í hvaða ásigkomulagi varan/þjónustan er afhent o.s.frv. Góð venja er að svara andmælum á skynsaman hátt og rannsaka á hverju þau eru byggð. Auk þess skal gæta þess að hæfir einstaklingar sjái um að meta andmælin og svara þeim.

Hvernig bóka ég fjármagnstekjuskattinn?

Ríkissjóður leggur ekki fjármagnstekjuskatt á fyrirtæki. Þrátt fyrir það er bönkum skylt að draga frá fjármagnstekjuskatt af öllum vaxtatekjum og gera upp við Ríkissjóð. Fjármagnstekjuskattur, þar sem hann er dreginn frá, færist á eignalykil í efnahag sem heitir “fjármagnstekjuskattur”. Stöðuna á þessum lykli færir endurskoðandi á framtal félagsins í uppgjöri ársins, sem síðan er dreginn frá skattskuld við álagningu, eða verður endurgreiddur sé félag ekki í skuld við álagningu. Motus er undanþegið frádrætti á fjármagnstekjuskatti og þess vegna er ekki um neinn slíkan að ræða í uppgjörum frá Motus.