Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur fólks um allt land sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar og við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að styrkja sem mest gæði kröfustýringar og að hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja.
Við leitum að liðsfélögum í Reykjavík og á Akureyri:
Viðskiptastjóri á Akureyri
Viðskiptastjóri ber ábyrgð á að viðhalda og auka viðskipti við minni og meðalstór fyrirtæki og hjálpa þeim að skapa aukið virði með lausnum félagsins. Skoða meira
Þjónustufulltrúi á Akureyri
Starf þjónustufulltrúa felst m.a. í afgreiðslu- og upplýsingagjöf til viðskiptavina okkar, ásamt almennri vinnslu innheimtumála á milliinnheimtu- og lögfræðistigi. Skoða meira
Þjónustufulltrúi í Reykjavík
Starf þjónustufulltrúa felst m.a. í afgreiðslu- og upplýsingagjöf til viðskiptavina okkar, ásamt almennri vinnslu innheimtumála á milliinnheimtu- og lögfræðistigi. Skoða meira
Sérfræðingur á fjármálasviði í Reykjavík
Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni í öflugt teymi á fjármála- og rekstrarsviði til að sinna bókhaldi og öðrum fjölbreyttum verkefnum á sviðinu fyrir Motus og tengd félög. Skoða meira