Blogg

Vanskil hjá sveitarfélögunum

Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og þrátt fyrir aukningu í vanskilum undanfarna mánuði hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur.

Fram á mitt ár 2021 minnkuðu vanskil mikið og hafa haldist nokkuð stöðug eftir það, en haustið 2023 tókum við þó að greina smávægilega aukningu í vanskilum hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þrátt fyrir aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra drógust alvarleg vanskil heimila enn saman og í september í fyrra höfðu þau dregist saman um 47% frá árinu 2019.

(Hugtakið vanskil hér á við um kröfur sem eru ógreiddar á eindaga og alvarleg vanskil á við um kröfur sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga.)

Það sem af er ári 2024 hefur þó dregið til tíðinda og nú má greina vaxandi vanskil hjá heimilum jafnt sem fyrirtækjum. Mest hefur aukningin þó verið í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, en þar nemur hlutfallsleg aukning um 20% á milli ára. Eru nú 2,61% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum en voru 2,18% á sama tíma í fyrra.  Árið 2019 voru 3,25% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum, þannig að staðan nú er enn töluvert betri en þá.

Kröfur útgefnar af sveitarfélögunum hafa sögulega greiðst vel og þá að meðaltali betur en annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að þetta bil jafnaðist og voru vanskil sveitarfélaga á svipuðu róli og annarra á árunum 2021-2023. Árleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna virðast þó enn dragast saman þrátt fyrir væga aukningu hjá öðrum viðskiptavinum Motus.

Alvarleg vanskil hafa hins vegar sögulega verið meiri hjá sveitarfélögunum en öðrum viðskiptavinum Motus síðustu ár. Það sem meira er eru alvarleg vanskil almennt að aukast töluvert á árinu. Nú er þó aðra sögu að segja hjá sveitarfélögum því alvarleg vanskil á kröfum sveitarfélaganna eru nú minni en annarra viðskiptavina Motus í fyrsta sinn í nokkur ár.

Árleg vanskil – allir

 

Alvarleg vanskil – allir

 

En hverjir eru það sem lenda helst í vanskilum?

Ef við rýnum vanskil sveitarfélaganna út frá aldurshópum má sjá að aldurshóparnir 19-30 ára og 60 ára og eldri standa einna best og lenda sjaldnar í vanskilum en aðrir. Það virðist því vera að fólk á miðjum aldri, 31 – 60 ára, lendi frekar í vanskilum og sérstaklega hjá sveitarfélögunum. Virðist það eiga við um bæði vanskil og alvarleg vanskil.

Vanskil – 19-30 og 60+

Vanskil – 31-60

Alvarleg vanskil – 19-30 og 60+

Alvarleg vanskil – 31-60

Fjölskyldusamsetning

Í því samhengi er líka áhugavert að sjá að barnafólk virðist eiga erfiðara með að standa í skilum við sveitarfélögin en einstaklingar á barnlausum heimilum. Með þeirri undantekningu þó að á þessu ári virðist barnafólk síður lenda í alvarlegum vanskilum en áður.

Vanskil – Barnafólk

Vanskil – Barnlausir

Alvarleg vanskil – Barnafólk

Alvarleg vanskil – Barnlausir

 

 

Við komum fjármagni á hreyfingu

Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónustar 38 sveitafélög um allt land. Hjá Motus starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf til sveitarfélaga. Við hvetjum ykkur til að hafa samband fyrir lykiltölur þíns sveitarfélags eða ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu og innheimtuárangur sveitarfélagsins. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér. Greiningin hér að ofan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.