Fékkstu skilaboð frá okkur?

Mínar síður eru þjónustuvefur þar sem þú hefur yfirlit yfir þau mál sem þér tengjast og eru í innheimtu. Þar getur þú einnig átt við okkur örugg samskipti og séð hvort hægt er að sækja um greiðslufrest eða dreifa greiðslum. Vefurinn er aðgengilegur öllum þeim sem eru með rafræn skilríki.

Get ég samið um greiðslur á kröfum í innheimtu?

Ef mál er í milliinnheimtu er í flestum tilfellum heimilt að semja um að skipta greiðslum yfir 6 mánaða tímabil. Á mínum síðum geta greiðendur almennt sett upp greiðslusamkomulag til 6 mánaða. Ef vanskil eru orðin alvarlegri og mál komin í löginnheimtu þá getur þú haft samband og við förum yfir hvað er hægt að gera. Með því að skrá þig inn á Mínar síður getur þú séð hvaða möguleikar standa þér til boða fyrir hvert mál.



Mynd – Inni á Mínar síður finnur þú yfirlit yfir mál sem kunna vera í innheimtu.

1. M stendur fyrir milliinnheimtu og K fyrir kröfuvakt. Á þeim stigum er almennt hægt að setja upp greiðslusamkomulag ef kröfuahfi leyfir.
2. Veldu hnappinn Greiða eða semja.
3. Veldu Dreifa greiðslum en þá opnast gluggi þar sem hægt er að óska eftir slíku.

Ég sé fram á að greiða reikning innan örfárra daga. Er hægt að óska eftir fresti á frekari aðgerðum þar til greiðsla berst?

Ef mál eru á fyrstu stigum innheimtu, þ.e. í milliinnheimtu er almennt heimild til þess að veita allt að tveggja vikna greiðslufrest á þeim kröfum sem komnar eru í innheimtu. Á Mínum síðum er hægt að óska eftir slíkum fresti. Aðeins er möguleiki á að veita einu sinni tveggja vikna frest á málum í innheimtu.

Mínar síður, óska eftir greiðslufresti

Mynd – Inni á Mínar síður finnur þú yfirlit yfir mál sem kunna vera í innheimtu.

1. M stendur fyrir milliinnheimtu, og á því stigi er almennt hægt að óska eftir fresti.
2. Veldu hnappinn Greiða eða semja.
3. Veldu Ósk um greiðslufrest en þá opnast gluggi þar sem hægt er að óska eftir slíku.

Ef krafa er greidd beint til kröfuhafa eftir innheimta hófst, lokið þið þá kröfunni hjá ykkur?

Ef krafa berst til kröfuhafa eftir að mál er komið í innheimtu án þess að greiða dráttarvexti og innheimtukostnað, er þeirri greiðslu ráðstafað fyrst upp í kostnað og vexti og síðast upp í höfuðstól. Í slíkum tilfellum mun innheimtuaðgerðir halda áfram þar til eftirstöðvar fást greiddar.

Ef búið er að skrá kröfuna á vanskilaskrá Creditinfo og ég geri samkomulag um greiðslur er málið þá afskráð af vanskilaskrá?

Nei, krafan er inn á skrá hjá Creditinfo þar til hún er að fullu greidd en þá er hún afskráð daginn eftir greiðslu. Þú getur fylgst með stöðu þinna mála á vanskilaskrá Creditinfo inni á mitt.creditinfo.is.

Ég er að greiða fyrir annan aðila, hvernig kemst það best til skila?

Setja tilvísunarnúmer í skýringu og senda kvittun með tölvupósti á motus@motus.is með kennitölu þess sem verið er að greiða fyrir.

Samkomulagið sem ég hafði gert var gjaldfellt af hverju?

Ef ekki er staðið við greiðslur samkvæmt samkomulagi er það allt fellt í gjalddaga. Það getur líka verið fellt ef greiðandi stendur ekki við greiðslur á áfallandi kröfum frá sama kröfuhafa, ef það koma nýjar kröfur til innheimtu þá eru samkomulög gjaldfelld. Ef slíkt gerist þarf að greiða samkomulag og / eða greiða áfallandi kröfur í skil. Þegar greiðslur til að koma samkomulagi aftur í skil hafa borist er hægt að óska eftir að endurnýja samkomulagið.