Við lánum fyrirtækjum með kröfufjármögnun

Með kröfufjármögnun Motus færðu fyrr aðgang að fjármagni með því að breyta ógreiddum reikningum í laust fé. Framkvæmdin er einföld, þú velur á þjónustuvefnum hvaða kröfur þú vilt fjármagna og við sendum þér tilboð að jafnaði innan sólarhrings. Ef þú samþykkir tilboðið færðu umrædda fjárhæð greidda strax.

Kröfufjármögnun Motus í tölum

Meðalupphæð fjármögnuð

900.000,-

Fjöldi viðskiptavina

460

Fjöldi fjármagnaðra krafna

17.318

Kröfufjármögnun fyrir allskonar fyrirtæki

Fyrirtæki af hvaða stærð og gerð sem er geta notfært sér þjónustu okkar, hvort sem er fyrir minni kröfur eða meiri. Viðskiptavinir okkar koma úr ýmsum atvinnugreinum, þar má nefna byggingarverktaka, heildsala og auglýsingastofur.

Engin áhrif á viðskiptasambandið

Viðskiptavinur þinn greiðir á áður umsömdum gjalddaga og reikningurinn er áfram í nafni þíns fyrirtækis. Kröfufjármögnunin hefur því engin áhrif á viðskiptasambandið.

Kröfufjármögnunin hefur engin áhrif á greiðendurna

„Við hjá Íþróttafélaginu Fylki höfum nýtt okkur innheimtu og kröfufjármögnun með kröfukaupum hjá Motus. Þetta hefur gert alla okkar vinnu skilvirkari og við höfum náð verulegum sparnaði í tíma og mannauði. Fjárstreymið er fyrirsjáanlegra og það er mjög mikill kostur að kröfufjármögnunin hefur engin áhrif á greiðendurna. Okkar reynsla af innheimtukerfinu er sömuleiðis mjög góð og það hefur einfaldað alla skráningu og innheimtu æfingagjalda. Við erum mjög ánægð með þjónustu Motus og munum klárlega halda áfram að nýta okkur hana.“

Elsa Jakobsdóttir, fjármálastjóri Fylkis

Dæmi um tilboð í kröfufjármögnun

Krafa að fjárhæð 1.000.000 kr. er fjármögnuð í 25 daga.

Við greiðum að jafnaði fyrstu greiðslu innan 24 klukkustunda. Tryggingin greiðist svo þegar krafan er að fullu greidd.

Fjármögnun útistandandi reikninga getur verið fyrirtæki þínu stoð til að brúa bilið, svo það geti haldið áfram að vaxa og dafna.

Kröfur fjármagnaðar 1.000.000 kr.
Trygging -100.000 kr.
Þóknun -25.000 kr.
Greitt út 875.000 kr.
Trygging endurgreidd 100.000 kr.
Samtals 975.000 kr.

Tilboð eru breytileg eftir forsendum reiknings

Svona virkar kröfufjármögnun

Lýsing á flæði kröfu í kröfuvöktun

  • Sendu okkur skilaboð. Þú sendir okkur beiðni í gegnum Hafa samband hér neðar og við höfum samband innan sólahrings.
  • Samningur og aðgangur að þjónustuvef. Þegar við höfum fengið tilskilin gögn göngum við frá samningi um samstarfið og þú færð aðgang að þjónustuvefnum og þá getur notað þjónustuna þegar það hentar.
  • Beiðni um fjármögnun. Á þjónustuvefnum sérðu yfirlit yfir útgefna reikninga þína og getur valið þá sem þú vilt fjármagna og sent okkur beiðni um fjármögnun.
  • Meðferð umsókna. Við sendum tilboð sem þú samþykkir eða hafnar. Ef þú samþykkir tilboðið, færðu allt að 90% virði höfuðstóls greitt út strax. Við höldum eftir tryggingu þar til reikningur greiðist að fullu.
Allar fréttir              

Á þjónustuvef fyrir kröfufjármögnun getur þú óskað eftir tilboði í fjármögnun og fylgst með stöðu mála. Við höfum tekið saman stutta umfjöllun um vefinn og myndband um notkun hans.

Við komum fjármagni á hreyfingu

  • Heildstæð þjónusta á öllum stigum innheimtu með hagsmuni kröfuhafa og greiðenda að leiðarljósi.
  • Með kröfukaupum er mögulegt að losa eldri viðskiptakröfur af efnahagsreikningi og umbreyta þeim í handbært fé.

Verið velkomin í viðskipti

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband.