Skilvirk innheimta og góð yfirsýn mála

Motus aðstoðar fyrirtæki við innheimtu vanskila, hvort sem um er að ræða stakar kröfur eða innsendingu mála í sjálfvirku ferli. Reynsla okkar við meðhöndlun slíkra mála og þekking á ólíkum þörfum fyrirtækja gerir okkur kleift að innheimta kröfur, með hagsmuni kröfuhafa og greiðenda að leiðarljósi.

Af hverju innheimtuþjónusta hjá Motus?

 • Betri árangur með hraðara fjárstreymi og lægra afskriftahlutfalli.
 • Hagræðing í rekstri. Ráðgjöf um aukna skilvirkni í kröfuferlum, byggð á sérþekkingu og gögnum.
 • Betri yfirsýn á stöðu innheimtumála og þróun greiðsluhraða með Þjónustuvef og samþættingarlausnum við öll helstu bókhaldskerfi.
 • Örugg samskipti með persónuvernd að leiðarljósi í sérstöku samskiptakerfi á Þjónustuvef.
 • Öflug og sveigjanleg greiðendaþjónusta. Víðtækt útibúanet og aðgengilegur greiðendavefur.
 • Kröfur eru verðmæt eign. Láttu sérfræðingum það eftir að sjá um innheimtuna eða fáðu tilboð frá okkur um kröfukaup.

Innheimtan er í traustum farvegi hjá Motus

„Frábær þjónusta er það sem einkennir Motus einna helst í mínum huga. Við þurfum lítið að gera eftir að við höfum keyrt reikninga okkar megin. Þetta gengur algjörlega eins og smurð vél. Þjónustan er persónuleg og sniðin að rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið spilar þarna stóran part og mikil þekking býr þar að baki.“
Anna Lára Sigurðardóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo

Heildstæð innheimtuþjónusta hjá Motus

Frum- og milliinnheimta

Fruminnheimta Motus felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í nafni kröfuhafa, í samræmi við innheimtulög. Ef reikningur greiðist ekki áður en innheimtufrestur er liðinn tekur við milliinnheimta. Algengast er að Motus taki við kröfum úr innheimtukerfi bankanna, en í undantekningartilfellum eru kröfur handskráðar. Í milliinnheimtu er greiðandi áminntur með bréfum og hringingum. Greiðandi er hvattur til þess að hafa samband hafi viðkomandi athugasemdir við kröfuna eða vill semja.

Lögheimtan – samstarfsaðili Motus í löginnheimtu

Mál sem farið hafa í gegnum frum- og milliinnheimtu hjá Motus án árangurs er alla jafna vísað áfram í löginnheimtu til samstarfsaðila okkar, Lögheimtunnar ehf. Hjá Lögheimtunni starfar fjöldi reyndra lögmanna og annarra sérfræðinga sem tryggja faglega meðferð innheimtumála og er þjónustan þannig hluti af þeirri heildarlausn sem Motus býður viðskiptavinum sínum í kröfustýringu.

Kröfuvakt

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Auk þess að vakta kröfurnar sjáum við um alla umsýslu tengda kröfunum, eins og að senda ítrekanir, greiðsludreifingu, veita fresti og meta andmæli.

Millilandainnheimta og erlendur virðisaukaskattur

Motus er samstarfsaðili Intrum, sem er markaðsleiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði kröfustýringar. Þekking Intrum á ferli og löggjöf í hverju landi tryggir markvissari innheimtu og lágmarkar kostnað. Við önnumst öll samskipti við erlenda aðila og upplýsum þig um framgang málsins. Sömuleiðis getum við aðstoðað við innheimtu virðisaukaskatts af reikningum vegna ferðalaga og kaupa á þjónustu erlendis.

Góð yfirsýn yfir innheimtuna á viðskiptavefnum

 • Yfirlit. Sýnir stöðu allra krafna í innheimtu. Mögulegt er að afmarka listann eftir ýmsum skilyrðum og hlaða niður í Excel.
 • Uppgjör. Samantekt á innborgunum.
 • Greiðsluhraðayfirlit. Góð yfirsýn yfir árangur innheimtunnar. Sýnir greiðsluhraða í innheimtu út frá fjölda krafna og upphæð höfuðstóls.
 • Samskipti. Yfirlit yfir athugasemdir, samskipti og aðgerðir tengd málum í innheimtu hvort sem samskiptin koma frá kröfuhöfum, greiðendum eða starfsfólki Motus.

Samþætting við bókhaldskerfi

Motus býður upp á tengingar við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig má senda kröfuskrár og lesa greiðsluskrár beint í bókhaldskerfi þíns fyrirtækis og framkvæma helstu aðgerðir eins og fresta innheimtuaðgerðum, tilkynna um innborgun eða eiga örugg samskipti.

VIð komum fjármagni á hreyfingu

Fjármögnun útistandandi reikninga getur verið fyrirtæki þínu stoð til að brúa bilið, svo það geti haldið áfram að vaxa og dafna.

Með kröfukaupum er mögulegt að losa eldri viðskiptakröfur af efnahagsreikningi og umbreyta þeim í handbært fé.

Verið velkomin í viðskipti

 • Fylltu út formið og við höfum samband
 • Við sjáum um að að segja upp samningi við fyrri innheimtuaðila
 • Við sjáum um uppsetningu á nýju ferli, tengjum bankann þinn og bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi
 • Þið fáið aðgang að þjónustuvefnum sem veitir framúrskarandi yfirsýn yfir stöðu mála og þróun vanskila
 

  18.05.22
  Lykiltölur sveitarfélaga 2021

  Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónar 70% íslenskra sveitafélaga. Við veitum framúrskarandi aðgengi fyrir greiðendur með sjálfsafgreiðslu á greiðendavef og víðu neti útibúa.