Skilvirk innheimta og góð yfirsýn mála

Við bjóðum heildstæða þjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu sérfræðinga okkar og öflugum stafrænum lausnum. Þú getur treyst okkur til að stuðla að betra flæði fjármagns svo þú getir einbeitt þér að því að efla reksturinn.

Heildstætt innheimtuferli

Við tengjumst viðskiptabanka ykkar þannig að kröfur sem ekki greiðast á eindaga berast til Motus sjálfkrafa. Þá tekur við dæmigert innheimtuferli eins og það sem sýnt er á myndinni þar sem áminning er send 5 dögum eftir eindaga í ykkar nafni. Ef það ber ekki árangur er málinu fylgt eftir með allt að þremur innheimtubréfum frá Motus. Sé krafan áfram ógreidd fer fram mat á því hvort hún skuli fara í löginnheimtu eða fylgt eftir með kröfuvakt. Áminningar til greiðanda eru sendar í tölvupósti hafi viðkomandi samþykkt það.

Mánaðargjald fyrir innheimtuþjónustu er 2.990 kr.

Mynd af hefðbundnu innheimtuferli

           

Frum- og milliinnheimta

Fruminnheimta felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í samræmi við innheimtulög. Alla jafna sendir Motus viðvörunina út í nafni kröfuhafa og um 3-5 dögum eftir eindaga en það getur þó verið breytilegt.

Fáist krafa ekki greidd þrátt fyrir innheimtuviðvörun fer hún í milliinnheimtu. Í milliinnheimtu sendir Motus allt að þrjú innheimtubréf á 10 daga fresti, þar sem greiðandi er minntur á að standa skil á skuldinni.

Við sendum áminningar í tölvupósti hafi greiðandi samþykkt það en að öðrum kosti er sendur bréfpóstur. Ef aðili er ekki með skráð lögheimili eða bréfpóstur hefur verið endursendur þá fer skjal í netbanka viðkomandi. Sömuleiðis er sent skjal í netbanka ef tölvupóstur er endursendur. Frekari upplýsingar um frum- og milliiinheimtu.
           

Kröfuvakt

Þegar mál hafa farið í gegnum frum- og milliinnheimtu er metið hvort málið skuli halda áfram í löginnheimtu eða fara í kröfuvakt. Almennt má segja að kröfur þar sem talið er að nægar líkur séu á árangri og ef um háar upphæðir er að ræða þá sé mælt með löginnheimtu en kröfuvakt fyrir lægri upphæðir og þar sem greiðslíkur eru minni.

Í kröfuvakt Motus vinnum við á markvissan hátt að því að innheimta kröfur, sér í lagi lágar upphæðir, sem hafa farið árangurslaust í gegnum milliinnheimtu eða löginnheimtu og væru annars afskrifaðar. Þannig er fylgst með breytingum á greiðsluhegðun aðila sem eru með ógreidda reikninga með því að afla vanskilaupplýsinga úr skrám Creditinfo, en slíkt getur haft áhrif á lánshæfismat og því hagur viðkomandi að ganga frá sínum málum.

Mál flytjast sjálfkrafa í kröfuvakt og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist en ekki fyrir vöktunina. Auk þess að vakta kröfurnar sjáum við um alla umsýslu tengda þeim, eins og að senda ítrekanir, gera greiðslusamkomulag og meta andmæli.

Ítrekanir eru sendar með tölvupósti. Ef netfang greiðanda er ekki til staðar er sent skjal í netbanka.
           

Löginnheimta

Mat á því hvaða mál fara í löginnheimtu
Að frum- og milliinnheimta fullreyndri er metið hvort mál skuli fara í löginnheimtu eða kröfuvakt. Mikið er unnið fyrir alla að meta vandlega hvort lögheimta sé líkleg til árangurs.

Motus notar tölfræðilíkan, ákvarðanatré og viðmiðunarupphæð til grundvallar ákvörðun um næstu skref í innheimtu. Spáð er fyrir um greiðslulíkur á næstu 13 mánuðum í málum sem ekki hafa innheimst í frum- og milliinnheimtu. Horft er til atriða eins og fjölda mála í innheimtu og alvarleika þeirra, og hvort viðkomandi sé með eða hafi verið með mál á vanskilaskrá. Einnig hvort um lögveð sé að ræða, fyrirliggjandi gjaldþrot og upphæð skuldarinnar. Motus annast innheimtu fyrir um 1500 félög og því mikið magn gagna sem liggur til grundvallar líkaninu sem notast er við en slíkt eykur spágetu þess. Almennt má segja að kröfur þar sem talið er að nægar líkur séu á árangri og ef um háar upphæðir er að ræða þá sé mælt með löginnheimtu en kröfuvakt fyrir lægri upphæðir og þar sem greiðslulíkur eru minni.

Hvað felst í löginnheimtu?
Með löginnheimtu er átt við aðgerðir þar sem réttarfarslegum úrræðum er beitt, til að mynda málshöfðun fyrir dómi og fullnustugerðum hjá sýslumanni. Löginnheimta er framkvæmd af lögmönnum og um hana gilda lögmannalög nr. 77/1998.

Samstarfsaðili Motus er varðar mál sem fara í löginnheimtu er Lögheimtan en þar starfa reyndir lögmenn sem tryggja faglega meðferð innheimtumála og er þjónustan hluti af þeirri heildarlausn sem Motus býður viðskiptavinum sínum í kröfuþjónustu.

Kröfuhafi þarf að veita samþykki sitt á viðskiptavefnum áður en mál fara í löginnheimtu.

Kostir þess að vera með innheimtuna hjá Motus

Stafræn innheimta

Í boði er að senda innheimtubréf með stafrænum hætti sem hefur mikla kosti í formi hraðari og áhrifaríkari samskipta, auk þess að vera umhverfisvænni kostur. Sömuleiðis notum við sms og rafræn skjöl í heimabanka, allt eftir því hvað á við hverju sinni. → Meira um stafræna innheimtu

Samþætting við bókhaldskerfi

Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig getur þú fylgst með stöðu mála og framkvæmt allar helstu aðgerðir vegna innheimtunnar beint úr bókhaldskerfi þíns fyrirtækis. → Meira um samþættingar við bókhaldskerfi

Góð yfirsýn og þú stjórnar ferðinni

Þú hefur góða sýn yfir stöðu þín félags á þjónustuvefnum þar sem hægt er að framkvæma helstu aðgerðir, til dæmis að fresta máli eða afturkalla. Einnig er hægt að nálgast gögn vegna uppgjör mála og ítarlegar greiningar.

Öflug greiðendaþjónusta

Góðir innheimtuhættir eru leiðarljós í samskiptum okkar við viðskiptavini þína. Greiðendur geta nálgast upplýsingar um sín mál, óskað eftir fresti eða dreift greiðslum á Mínum síðum eða leitað til þjónustu okkar.

Innheimtan er í traustum farvegi hjá Motus

„Frábær þjónusta er það sem einkennir Motus einna helst í mínum huga. Við þurfum lítið að gera eftir að við höfum keyrt reikninga okkar megin. Þetta gengur algjörlega eins og smurð vél. Þjónustan er persónuleg og sniðin að rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið spilar þarna stóran part og mikil þekking býr þar að baki.“

Anna Lára Sigurðardóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo

Hafa samband

Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu og við höfum samband um hæl.

    Verðskrá

    Gjaldskrá fyrir innheimtu

    Millilandainnheimta

    Motus annast ekki innheimtu mála erlendis en bendir viðskiptavinum sínum á að hafa samband við TCM.