Við notum tölfræðilíkan, sem kallast faglegt mat, sem er lagt til grundvallar við ákvörðunartöku um næstu skref eftir árangurslausa milliinnheimtu. Það er þá hvort löginnheimta sé líkleg til að svara kostnaði sem og að meta greiðslulíkur. Niðurstöður úr faglegu mati mæla annaðhvort með því að setja tiltekna kröfu í Málshöfðun eða í Kröfuvakt. Ef litlar líkur eru á að lögheimtan svari kostnaði og/eða ef krafan er mjög lág er mælt með Kröfuvakt. Eftir árangurslausa lögfræðiinnheimtu er einnig mælt með Kröfuvakt.
Að hafa sjálfvirka Kröfuvakt er árangurríkasta leiðin því kröfur eru líklegri til innheimtuárangurs því yngri sem þær eru. Með sjálfvirkni er átt við að ef niðurstaða úr faglegu mati leggur til Kröfuvakt mun krafan færast sjálfkrafa þar yfir án sérstaks samþykkis kröfuhafa í hvert sinn. Einnig er hægt að setja viðmiðunarfjárhæð sem stýrir sjálfvirkninni. Einnig mælum við með að hafa sjálfvirkni á þá leið að ef krafa fer árangurslaust í gegnum löginnheimtu að hún fari sjálfkrafa í Kröfuvakt og minnki því líkur á að hún verði afskrifuð án árangurs.
Í virkri vöktun Kröfuvaktar er vanskilaupplýsinga aflað úr skrám Creditinfo sem getur haft áhrif á lánshæfismat greiðenda og því getur verið mikill hagur fyrir greiðendur að ganga frá greiðslum kröfunnar.
Við beitum stafrænum innheimtuaðgerðum samhliða hefðbundnum bréfasendingum. Í Kröfuvakt geta greiðendur gert greiðslusamninga eins og hentar best þeirra fjárhag.
Frá árinu 2012 höfum við séð greiðsluhraða aukast frá ári til árs. Þeirri þróun lauk árið 2022, þegar greiðsluhraði lækkaði í fyrsta sinn.
Vertu í sambandi og ef þú hefur einhverjar spurningar.