„Frá því að VÍS hóf að nýta sér innheimtuþjónustu Motus, hefur innheimtuárangur stórbatnað og mun minna er um vanskil og afskriftir krafna. Innheimtuferillinn er fagmanlegur, skilvirkur og hefur skilað okkur verulegu rekstrarhagræði.“
Birkir Jóhannsson, framkvæmdastjóri kjarna og stafrænna lausna, VÍS
Greiðslufrestur krafna er mislangur. Langflestar kröfur greiðast á eða fyrir eindaga en það getur verið kostnaðarsamt að bíða eftir greiðslu. Með kröfufjármögnun Motus getur þú strax fengið andvirði kröfunnar í hendur og þannig fengið laust fé.
Motus og Lögheimtan bjóða heildstæða þjónustu í frum-, milli- og lögfræðiinnheimtu þar sem sérfræðingar okkar nýta þekkingu sína og reynslu til að ná fram farsælli lausn. Þú getur þá einbeitt þér að því að efla og stækka reksturinn þinn.
Ef krafan greiðist ekki á eindaga getum við séð um innheimtu hennar fyrir þig. Í því felst meðal annars að koma á sambandi við viðskiptavin þinn, taka á móti greiðslum og gera greiðsludreifingarsamkomulag, allt eftir því hvað á við í hverju tilfelli.
Ef krafan greiðist ekki í frum- og milliinnheimtu er í mörgum tilvikum ástæða til að senda hana í löginnheimtu hjá lögmanni, en í því felst meðal annars að leitað er atbeina dómstóla og sýslumanna.
Ef innheimtutilraunir bera ekki árangur er kominn grundvöllur til afskriftar krafna í bókhaldi. Þá er hægt að halda innheimtu þeirra áfram í kröfuvakt þar sem við fylgjumst með kröfunni og höldum sambandi við viðskiptavininn til að ná fram efndum skuldbindingarinnar, án þess að skaða viðskiptasambandið. Á þessu stigi er einnig hægt að nýta kröfukaupaþjónustu Motus og framselja kröfurnar; losa þær þannig af efnahagsreikningi fyrirtækisins.
Sendu okkur skilaboð og við höfum samband.