Stöðugleiki í rekstri er ómetanlegur

Við komum fjármagni á hreyfingu með skilvirkri kröfustýringu. Kröfufjármögnun, innheimta og kröfukaup skila þér þannig jafnara tekjuflæði og meiri stöðugleika í rekstrinum.

Við komum fjármagni á hreyfingu

Fjármögnun útistandandi reikninga getur verið fyrirtæki þínu stoð til að brúa bilið, svo það geti haldið áfram að vaxa og dafna.

Heildstæð þjónusta á öllum stigum innheimtu með hagsmuni kröfuhafa og greiðenda að leiðarljósi.

Með kröfukaupum er mögulegt að losa eldri viðskiptakröfur af efnahagsreikningi og umbreyta þeim í handbært fé.

Skilvirkari innheimta með Motus

„Við höfum átt langt og farsælt samstarf við Motus sem einkennist af mikilli fagmennsku, þekkingu á viðfangsefninu og þjónustuvilja starfsmanna félagsins. Með nýja þjónustuvefnum erum við með góða yfirsýn yfir þau mál sem eru í innheimtu hverju sinni; stöðu þeirra, samskipti við Motus og samskipti Motus og greiðenda. Þannig náum við auðveldlega heildarsýn yfir innheimtuna og eigum auðveldara með að meta stöðuna. Frá því við fórum að nýta okkur þjónustu Motus hefur innheimtan orðið mun skilvirkari og skil á kröfum marktækt betri. Við mælum heilshugar með Motus og höfum mætt þar fagmennsku, trausti og mikilli þjónustulund.“

Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs BYKO

Meiri stöðugleiki og jafnara tekjuflæði

Fyrir eindaga

Kröfufjármögnun

Greiðslufrestur krafna er mislangur. Langflestar kröfur greiðast á eða fyrir eindaga en það getur verið kostnaðarsamt að bíða eftir greiðslu. Með kröfufjármögnun Motus getur þú strax fengið andvirði kröfunnar í hendur og þannig fengið laust fé.

 

Meira um kröfufjármögnun

Eftir eindaga

Motus og Lögheimtan bjóða heildstæða þjónustu í frum-, milli- og lögfræðiinnheimtu þar sem sérfræðingar okkar nýta þekkingu sína og reynslu til að ná fram farsælli lausn. Þú getur þá einbeitt þér að því að efla og stækka reksturinn þinn.

 

Frum- og milliinnheimta

Ef krafan greiðist ekki á eindaga getum við séð um innheimtu hennar fyrir þig. Í því felst meðal annars að koma á sambandi við viðskiptavin þinn, taka á móti greiðslum og gera greiðsludreifingarsamkomulag, allt eftir því hvað á við í hverju tilfelli.

 

Löginnheimta

Ef krafan greiðist ekki í frum- og milliinnheimtu er í mörgum tilvikum ástæða til að senda hana í löginnheimtu hjá lögmanni, en í því felst meðal annars að leitað er atbeina dómstóla og sýslumanna.

 

Meira um innheimtu

Eftirfylgni

Kröfuvakt og kröfukaup

Ef innheimtutilraunir bera ekki árangur er kominn grundvöllur til afskriftar krafna í bókhaldi. Þá er hægt að halda innheimtu þeirra áfram í kröfuvakt þar sem við fylgjumst með kröfunni og höldum sambandi við viðskiptavininn til að ná fram efndum skuldbindingarinnar, án þess að skaða viðskiptasambandið. Á þessu stigi er einnig hægt að nýta kröfukaupaþjónustu Motus og framselja kröfurnar; losa þær þannig af efnahagsreikningi fyrirtækisins.

 

Meira um kröfuvakt

 

Meira um kröfukaup

Allar fréttir              

Á hverju ári tökum við hjá Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra geira. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

Verið velkomin í viðskipti

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband.