Meiri stöðugleiki og jafnara tekjuflæði

Við bjóðum heildstæða þjónusta allt frá stofnun kröfu þar til hún er greidd. Sérfræðingar okkar í innheimtu nýta þekkingu sína og reynslu til að stuðla að öruggu og hröðu fjárflæði svo þú getir einbeitt þér að því að efla og stækka reksturinn þinn.

Kröfustofnun →


Viðskiptavinir okkar geta stofnað kröfur á einfaldan, fljótlegan og hagkvæman hátt beint úr bókhaldskerfinu sínu. Kröfurnar eru tengdar við kröfupott RB og birtast greiðendum í heimabanka og bókhaldskerfi.

Innheimta →


Ef krafan greiðist ekki á eindaga getum við séð um innheimtu hennar fyrir þig. Við sjáum um samskipti við viðskiptavin þinn, eins og að taka móti greiðslum og gerð samkomulags um greiðsludreifingu.

Kröfuvakt →


Ef innheimta ber ekki árangur er kominn grundvöllur til afskriftar krafna í bókhaldi. Innheimta kröfunnar heldur þó áfram í kröfuvakt. Þjónustan er að fullu sjálfvirk og er einungis greidd þóknun ef málið innheimtist.

Þú stjórnar ferðinni beint úr bókhaldi eða af þjónustuvef

  

Flæði upplýsinga milli banka, Motus og bókhaldskerfis

Sjálfvirkni og samþættingar

Við bjóðum að samþætta innheimtuna við bókhaldskerfi sem gerir kleift að framkvæma allar helstu aðgerðir beint úr bókhaldi. Sjálfvirkur flutningur mála í innheimtu og milli innheimtustiga tryggir skilvirkni og hámarkar árangur. Á þjónustuvef Motus er góð yfirsýn yfir stöðu krafna í innheimtu þar sem nálgast má ítarlegar greiningar á kröfusafni félagsins.

Þjónusta við greiðendur á Mínum síðum

Á Mínum síðum geta greiðendur valið að fá innheimtubréf send með stafrænum hætti og þannig fengið áminningar um ógreiddar kröfur þangað sem þeir eru líklegastir til að bregðast við og töluvert fyrr en með bréfpósti. Greiðendur sjá stöðu allra krafna í innheimtu, fá yfirlit yfir innborganir og innheimtuaðgerðir og greiða eða semja um greiðslu krafna á öllum innheimtustigum. Þannig gerum við þeim kleift að bregðast við áður en of mikill kostnaður fellur til.

Við tengjumst bókhaldskerfinu þínu

Við bjóðum samþættingu við öll helstu bókhaldskerfi. Þannig getur þú fylgst með stöðu mála og framkvæmt allar helstu aðgerðir vegna innheimtunnar beint úr bókhaldskerfi þíns fyrirtækis. → Meira um samþættingar við bókhaldskerfi

Samþættingarlausnir við bókhaldskerfi: Advania, dk hugbúnaður, Applicon, Rue de net, Microsoft Dynamics 365 Business Central, Wise, Microsoft Dynamics Finance & Operations, Fuglar

Skilvirkari innheimta með Motus

„Við höfum átt langt og farsælt samstarf við Motus sem einkennist af mikilli fagmennsku, þekkingu á viðfangsefninu og þjónustuvilja starfsmanna félagsins. Með nýja þjónustuvefnum erum við með góða yfirsýn yfir þau mál sem eru í innheimtu hverju sinni; stöðu þeirra, samskipti við Motus og samskipti Motus og greiðenda. Þannig náum við auðveldlega heildarsýn yfir innheimtuna og eigum auðveldara með að meta stöðuna. Frá því við fórum að nýta okkur þjónustu Motus hefur innheimtan orðið mun skilvirkari og skil á kröfum marktækt betri. Við mælum heilshugar með Motus og höfum mætt þar fagmennsku, trausti og mikilli þjónustulund.“

Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs BYKO

Fréttabréf Motus

Skráðu þig á póstlista Motus og fáðu reglulega sendar nýjustu fréttir, fræðslu og greiningar.