Það er virði í annars afskrifuðum kröfum

Með kröfukaupum er mögulegt að losa eldri viðskiptakröfur af efnahagsreikningi og umbreyta þeim í handbært fé. Þannig færist sú fjárhagslega óvissa sem fylgir gjaldföllnum kröfum yfir til Motus og þú færð greitt strax.

Af hverju kröfukaup?

  • Eftir 90 daga vanskil eru innheimtulíkur orðnar litlar og mögulega farnar að hafa áhrif á viðskiptasambandið
  • Með kröfukaupum losar þú eldri viðskiptakröfur af efnahagsreikningi félagsins og umbreytir í handbært fé
  • Betra fyrir greiðandann. Líklega eru vanskilin hluti af stærra vandamáli sem Motus á auðveldara með að leysa úr og semja um greiðsludreifingu
  • Fyrir þrotabú eru kröfukaup ákjósanlegur kostur til að geta lokað búinu sem fyrst og skilað verðmætum
  • Fyrir lánasöfn eða stærri kröfusöfn býður Motus upp á greiningu að kostnaðarlausu
  • Framhaldsaðgerðir í innheimtu geta verið tímafrekar og kostnaðarsamar

Við komum fjármagni á hreyfingu

  • Fjármögnun útistandandi reikninga getur verið fyrirtæki þínu stoð til að brúa bilið, svo það geti haldið áfram að vaxa og dafna.
  • Heildstæð þjónusta á öllum stigum innheimtu með hagsmuni kröfuhafa og greiðenda að leiðarljósi.

Komdu í viðskipti

Vertu í sambandi og við greinum safnið þitt og gerum tilboð. Kaupverð ræðst af aldri og gæðum krafna hverju sinni.