Blogg

Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023

Á hverju ári tökum við hjá Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra viðskiptavini Motus. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu.

Hvað er greiðsluhraði?

Greiðsluhraða notum við sem mælikvarða á þróun innheimtu til að veita viðskiptavinum okkar greinargóðar upplýsingar um árangur. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum viðskiptavina okkar og er greiðsluhraði mældur úr frá hlutfalli stofnaðra krafna sem greitt er á ákveðnum tímapunkti. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Mikill greiðsluhraði þýðir því að vanskil séu minni og að kröfur greiðist hraðar. Í þessari greiningu miðum við við greiðsluhlutfall krafna á eindaga.

Greiðsluhraði 12M er meðalgreiðsluhraði síðustu 12 mánaða.
Breytingar á greiðsluhraða 12M sýnir breytingar á greiðsluhraða 12M í samanburði við 12 mánuðina þar á undan.

Sækja Lykiltölur sveitafélaga – Greiðsluhraði 2023 (PDF)

Greiðsluhraði haldist nokkuð stöðugur eftir mikla Covid hækkun

 

Skilvísum greiðendum fjölgaði mikið á tímum Covid farsóttarinnar og hafa greiðendur haldið nokkuð vel í þessar breyttu greiðsluvenjur. Fram á mitt ár 2021 batnaði greiðsluhraði mikið en hefur haldist nokkuð stöðugur eftir það þrátt fyrir miklar sviftingar í hagkerfinu.
Sækja skýrsluna

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023

Hlutfall greiddra krafna á eindaga á árunum 2019 til 2023, allir

Ef við hins vegar skoðum greiðsluhraða 12M og breytingar á honum má greina að dregið hefur úr greiðsluhraða frá áramótum. Breytingar milli ára sýna greinilega lækkun á greiðsluhraða frá nóvember 2022.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára – allir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Greiðsluhraði hjá íbúum sveitarfélaganna og viðskiptavinum annarra viðskiptavina Motus jafnari eftir Covid.

Sögulega hafa kröfur sveitarfélaganna greiðst vel og töluvert betur en kröfur annarra viðskiptavina Motus. Covid hafði hins vegar þau áhrif að greiðsluhraði krafna útgefnum af öðrum jókst til muna og er greiðsluhraði sveitarfélaga og annarra viðskiptavina á svipuðu róli. Greiðsluhlutfall á eindaga hefur lækkað hjá báðum hópum en þó markvert meira hjá sveitarfélögunum. Greiðsluhraðinn er þó enn mjög hár. Í ágúst 2023 voru til að mynda 87,8% krafna sveitarfélaga greiddar á eða fyrir eindaga en hjá öðrum viðskiptavinum Motus var hlutfallið 87,6%.

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára, sveitarfélög og aðrir

Árlegur greiðsluhraði og breytingar milli ára

Alvarlega vanskil á kröfum útgefnum af sveitarfélögunum hafa sögulega verið meiri en hjá öðrum viðskiptavinum Motus. Hafa verður þó í huga að þó hlutfall krafna sem fer í alvarleg vanskil er mjög lágt eða undir 2% og hefur dregist saman um 45% frá árinu 2019.

Árlegt hlutfall krafna sem fara í alvarleg vanskil

Árlegt hlutfall krafna sem fara í alvarleg vanskil

Sérhæfð kröfuþjónusta

Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga um land allt sem veitir ráðgjöf um skilvirka kröfuþjónustu. Auk þess að rýna greiðsluhraða og gefa út árlega skýrslu um þróun hans, gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar eftir óskum. Við hvetjum ykkur til að hafa samband og fá ráðgjöf um aðgerðir sem líklegar eru til að bæta kröfustýringu þíns félags. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband.