Fréttir

Lykiltölur sveitarfélaga 2021

Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónar 70% íslenskra sveitafélaga. Við veitum framúrskarandi aðgengi fyrir greiðendur með sjálfsafgreiðslu á greiðendavef og víðu neti útibúa.

Two blog picker

Faktoría verður Motus kröfufjármögnun

Faktoría kröfufjármögnun og Motus hafa nú verið sameinuð. Framvegis verður Faktoría því rekin undir nafni Motus, en Faktoría hefur verið systurfélag Motus frá árinu 2019. Sameiningin er liður í yfirstandandi...

Lykiltölur sveitarfélaga 2021

Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónar 70% íslenskra sveitafélaga. Við veitum framúrskarandi aðgengi fyrir greiðendur með sjálfsafgreiðslu á greiðendavef og víðu neti útibúa.

Blog page

All posts

[mc4wp_form id=3589]

FAQ

Lykiltölur sveitarfélaga 2021

Motus býður heildarlausn í innheimtu fyrir sveitafélög og þjónar 70% íslenskra sveitafélaga. Við veitum framúrskarandi aðgengi fyrir greiðendur með sjálfsafgreiðslu á greiðendavef og víðu neti útibúa.

 

Í skýrslunni Lykiltölur sveitarfélaga 2021, er stiklað á stóru um helstu lykiltölur sveitarfélaga. Greiðsluhraði þeirra er skoðaður eftir aldurshópum og landshlutum, auk samanburðar við aðra viðskiptavini Motus.

 

  • Ávinningur af samstarfi við Motus
  • Áratuga reynsla í þjónustu við sveitarfélög
  • Framúrskarandi greiðendaþjónusta og vítt útibúanet
  • Ítarleg ráðgjöf frá stofnun viðskipta til greiðslu kröfu eða afskriftar kröfu
  • Ítarlegar greiningar um innheimtuárangur sveitarfélaga og samanburður við önnur sveitarfélög, landsvæði og aðra opinbera aðila
  • Öflugar samþættingarlausnir við algengstu bókhaldskerfi sveitarfélaga t.d. Navision hjá Wise og DK

 

Sækja Lykiltölur sveitafélaga 2021

Leifur Grétarsson ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar 

Leifur Grétarsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann mun bera ábyrgð á þjónustu, sölu og ráðgjöf til viðskiptavina Motus.

Leifur hefur mikla reynslu af viðskiptastýringu og kemur til Motus frá Creditinfo þar sem hann hefur starfað frá árinu 2015, m.a. sem sölustjóri minni fyrirtækja og viðskiptastjóri stórra fyrirtækja. Leifur stýrði þar einnig vöruþróunarsamstarfi við nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins.

Leifur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál og stundaði auk þess meistaranám í fjármálum fyrirtækja í sama skóla.

Leifur Grétarsson:
Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem Motus er á. Motus er rótgróið fyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði og það verður gaman að þróa áfram þær lausnir og þjónustu sem félagið býður upp á með fjölbreyttum hópi viðskiptavina.

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus: 
Við erum mjög spennt að fá Leif til liðs við okkur á þessum tímapunkti. Motus er stærsta og reynslumesta innheimtufyrirtæki landsins en við höfum verið að útvíkka þjónustuframboð okkar til að sjá um alhliða kröfustýringu með Motus fjármögnun og munum kynna og þróa gagnadrifna innheimtu með okkar lykilviðskiptavinum á næstu misserum. Reynsla Leifs mun spila lykilhlutverk á þeirri vegferð.

Um Motus
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur um 100 sérfræðinga á fjölmörgum sviðum um land allt. Hlutverk Motus er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi og hjá fyrirtækinu er leitast við að finna nýjar leiðir til að gera kröfustýringu sem besta. Móðurfélag Motus er Greiðslumiðlun Íslands, stærsta fyrirtæki á Íslandi í dag á sviði kröfustýringar.

Allt um frum- og milliinnheimtu

Viðskipti milli tveggja aðila byggja á trausti – sérstaklega ef t.d. vara eða þjónusta er seld út í reikning eða með greiðslufresti. Þá þarf seljandi (hér eftir nefndur kröfuhafi) að treysta því að kaupandi (hér eftir nefndur greiðandi) standi í skilum og gefur út kröfu með gjalddaga (dagsetningin sem greiða á kröfuna). Í þessari umfjöllun göngum við út frá því að eindagi sé alltaf sá sami og gjalddagi.

Í lang flestum tilfellum ganga þessi viðskipti snuðrulaust fyrir sig og krafan er greidd á gjalddaga. Ef hins vegar krafan er ekki greidd á gjalddaga er talað um að hún sé komin í vanskil. Krafa í vanskilum ber dráttarvexti sem reiknast af höfuðstól kröfunnar frá gjalddaga og bætast við hana.

Þegar krafa fellur í vanskil eru allar líkur á að kröfuhafinn reyni að innheimta kröfuna í þeim tilgangi að fá hana greidda. Með smávægilegri einföldun má segja að hefðbundin innheimtustig séu tvö; frum- og milliinnheimta á fyrri stigum og löginnheimta á síðari stigum.

Þessi tvö stig eru talsvert ólík í eðli sínu. Þó markmiðið sé það sama – að vanskilakrafan verði greidd – eru aðferðirnar ólíkar. Þannig er megininntakið í frum- og milliinnheimtu að minna á að krafan sé í vanskilum og hvetja greiðandann til að standa við skuldbindinguna á meðan með löginnheimtunni er beitt aðferðum réttarfarslaga til þess að ná fram greiðslu.

Markmiðið með frum- og milliinnheimtu er að gera kröfuhöfum kleift að beita minna íþyngjandi innheimtuaðgerðum fyrst eftir vanskil, bæði honum og greiðandanum til hagsbóta. Það gengur yfirleitt eftir, en í langflestum tilvikum er milliinnheimta fullreynd áður en krafa er send lögfræðingi til innheimtu. Grunnstoðirnar eru í raun tvær, annars vegar sú að greiðandinn skuli bera kostnaðinn sem hlýst af innheimtunni og hins vegar að á fyrri stigum skuli þeim kostnaði stillt í hóf.

Upphaf innheimtu

Það er á þessum grunni sem á Alþingi hafa verið sett lög um frum- og milliinnheimtu, innheimtulög nr. 95/2008, en þar er að finna fyrirmæli um hvernig þeim sem innheimta kröfur er skylt að bera sig að. Ákvæði laganna hafa þá líka mótað með afgerandi hætti hvaða aðferðum er beitt í innheimtunni.

Í lögunum er sérstaklega tekið fram að áður en innheimta geti hafist skuli senda skriflega viðvörun um að ef krafan verði ekki greidd innan tíu daga megi vænta frekari innheimtuaðgerða. Þessa viðvörun skal senda bréflega og á skráð lögheimili greiðandans.

Eins og heitið mögulega ber með sér er krafan á þessu stigi ekki komin í eiginlega innheimtu heldur er verið að vara við því að verði hún ekki greidd verði hún innheimt. Þetta stig – viðvörunin – er kallað fruminnheimta. Hún getur verið send bæði af kröfuhafanum sjálfum eða ytri innheimtuaðila en efnið er alltaf í meginatriðum hið sama. Kostnaður sem leggst á kröfuna á þessu stigi eru dráttarvextir og kostnaður skv. innheimtulögum vegna útsendingu bréfsins.

Krafa fer í milliinnheimtu

Ef krafan er ekki greidd þrátt fyrir innheimtuviðvörunina hefst hin eiginlega innheimta í kjölfarið. Yfirleitt er næsta skrefið milliinnheimta, sem felst í frekari áminningum, bæði bréflega og símleiðis. Sumir kröfuhafar sinna milliinnheimtunni sjálfir á meðan aðrir leita til sérhæfðra ytri innheimtuaðila, sem öðru jöfnu eru með leyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Bréf í milliinnheimtu eru allt að þrjú. Efni þeirra er í öllum meginatriðum sambærilegt efni innheimtuviðvörunarinnar; kjarninn er lýsing á kröfunni og áskorun um að greiða hana, ella megi vænta frekari aðgerða. Þá er fresturinn líka sá sami, tíu dagar.

Við bréflegu áminningarnar bætist svo að á meðan á milliinnheimtuferlinu stendur er vanalega gerð tilraun til að ná sambandi við greiðandann símleiðis. Tilgangurinn með símtalinu er að ræða við greiðandann um að málið sé í vanskilum og leita leiða með honum til að finna haganlega lausn. Á þessu stigi eru enda yfirleitt ýmis úrræði í boði til að hjálpa greiðendum sem finna sig í þeirri stöðu að hafa misst kröfu í vanskil: Til að mynda er hægt að ganga frá samkomulagi um greiðsludreifingu þar sem krafan er gerð upp með mánaðarlegum afborgunum eða semja um að fresta frekari innheimtu-aðgerðum í skamma stund þegar greiðsluörðugleikarnir eru tímabundnir. Kostnaður sem leggst á kröfuna í milliinnheimtu tekur samkvæmt reglugerð mið af fjölda aðgerða, til dæmis bréfa sem eru send eða símtala, en fyrir hverja þeirra leggst hóflegt gjald við kröfuna.

Ef krafa fer í gegnum allt milliinnheimtuferlið án þess að hún greiðist er kröfuhafanum yfirleitt nauðugur einn kostur að halda áfram innheimtuaðgerðum. Þá er líka yfirleitt nokkuð langur tími liðinn frá gjalddaga. Næstu skref felast í flestum tilvikum í löginnheimtu, sem getur verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir bæði greiðandann og kröfuhafann. Þess vegna er yfirleitt allt kapp lagt á að ná fram lausn áður en til þess kemur.

Fékkstu bréf frá okkur?

Ef þú hefur fengið bréf frá okkur vegna ógreidds reiknings hvetjum við þig til að kanna hvaða möguleikar standa þér til boða til að greiða skuldina og þar með forðast kostnaðarsamar innheimtuaðgerðir. Á Mínum síðum getur þú hvenær sem er skoðað stöðu þinna mála, greitt upp kröfur, dreift greiðslum og sótt um greiðslufrest. Skuldar þú meira en þú ræður við að greiða? Þér eru ýmsar leiðir færar og það er alltaf betra að heyra í okkur sem allra fyrst.