Getur greiðandi sjálfur látið taka sig af vanskilaskrá?

Birt 26/06/2022
                       

Greiðandi getur ekki látið taka sig af vanskilaskrá Creditinfo nema hann greiði kröfuna sem um ræðir.

Hvenær fer krafa á vanskilaskrá?

Birt
                       

Skráning í vanskilaskrá Creditinfo fer fram ef skilyrði fyrir skráningu eru uppfyllt. Til að skrá vanskil í vanskilaskrá þarf að liggja fyrir með sannanlegum hætti að skuldari sé í vanskilum. Tegundir skráðra upplýsinga eru; auglýst uppboð, byrjun og framhald, áritaðar...

Hvenær má ég afskrifa kröfu?

Birt
                       

Grundvöllur afskriftar kröfu er gjaldþrot, árangurslaust fjárnám, andlát og fyrning. Ef um er að ræða mjög lágar kröfur er nóg að sýnt hafi verið fram á að tilraun hafi verið gerð til að innheimta án árangurs.

Fyrir hvers konar kröfur hentar kröfuvaktin?

Birt
                       

Kröfur sem ekki innheimtast í milliinnheimtuferli og eru of lágar til að innheimta með löginnheimtu og kröfur sem ekki er talið vænlegt að senda í löginnheimtu sökum eignaleysis skuldara. Uppsafnaðar kröfur í innheimtudeildum fyrirtækja sem ekki hafa fengist greiddar þrátt...

Hvernig er kröfum komið í millilandainnheimtu?

Birt
                       

Kröfueigendur þurfa að senda Motus afrit af reikningum og þá sér fulltrúi í millilandainnheimtu um afgreiðslu málsins fyrir hönd kröfueiganda. Motus kemur kröfunum þínum í innheimtu hjá Intrum í viðkomandi landi og hefur samband um leið og greiðandi bregst við...

Þarf greiðandi að mæta fyrir dóm?

Birt
                       

Greiðanda er stefnt fyrir dóm með birtingu stefnu. Honum er það í raun í sjálfsvald sett hvort hann mætir eða ekki. Ef greiðandi mætir og fer fram á frest til að taka til varna þá er honum almennt veittur hann....

Þarf alltaf að fara með kröfu fyrir dóm fyrst áður en hægt er að fara í fjárnám?

Birt
                       

Nei, ekki þarf að fara með allar kröfur fyrir dóm áður en þær eru sendar í fjárnám. Skuldabréf sem skýrlega kveða á um aðför án undangengins dóms eða sáttar eru t.d. aðfararhæf án fyrirtöku fyrir dómi. Víxlar og tékkar eru...

Í hverju er hægt að gera fjárnám?

Birt
                       

Hægt er að gera fjárnám í fasteignum, ökutækjum, tækjum og lager og öðrum verðmætum sem talin eru standa undir skuldinni. Vissar eignir eru undanþegnar fjárnámi og eru þær skilgreindar í lögum sem lausafjármunir sem nauðsynlegir eru til að halda látlaust...

Hvenær get ég óskað eftir því að aðili sé lýstur gjaldþrota?

Birt
                       

Hægt er að óska eftir gjaldþroti aðila sé til staðar aðfararhæf krafa og átt hefur sér stað árangurslaust fjárnám. Ekki er nauðsynlegt að árangurslausa fjárnámið hafi verið vegna sömu kröfu og krafist er gjaldþrots vegna. Gjaldþrotabeiðnina þarf að senda í...

Hvenær er hægt að gera eignakönnun?

Birt
                       

Við erum bundin lögum þegar kemur að gerð eignakannana. Slíka athugun má ekki gera nema það liggi fyrir aðfararhæf krafa og athugunina má eingöngu gera af lögmanni.